RVKfit: Naturfrisk

13. mars 2017

Hefur þú smakkað lífrænu drykkina frá Naturfrisk?

Naturfrisk er danskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir gosdrykki úr lífrænum innihaldsefnum.
Drykkirnir eru bæði frískandi og bragðgóðir og henta vel með máltíðum eða einir og sér.

Engiferölið er vinsælasti drykkurinn frá Naturfrisk og er mikið drukkið á mínu heimili. Engiferölið er búið til úr lífrænum eplum og engiferi og inniheldur meðal annars C vítamín. Við líkamlegt álag eykst þröfin fyrir C vítamín og hentar því drykkurinn vel fyrir íþróttafólk, sem og aðra. Þá hefur engifer verið notað í aldanna rás til þess að lækna magaverki, ógleði og bólgur ásamt því að hafa góð áhrif á ónæmiskerfið. 

Fjórar tegundir af Naturfrisk drykkjum eru fáanlegar hér á landi það eru Engiferöl, Engiferbjór, Sítrónubitter gos og Ylliblómagos. 

Naturfrisk fæst í: Krónunni, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup og í Melabúðinni

Snapchat: RVKFIT 

Instagram: ingibjorgthelma 

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)