Gogo

16. janúar 2019 : GOGO 2.0 - hollari orkudrykkir

Hinn nýji íslenski orkudrykkur GOGO hefur vart farið framhjá mörgum, en hann kom á markað í lok september 2018.

11. janúar 2019 : Fylltar súkkulaðidöðlur

Heil, sæl og gleðilegt nýtt ár! Ég ætla að byrja nýja árið á léttu nótunum og deila með ykkur einfaldri en ljúffengri uppskrift í samstarfi við Himneska Hollustu. Þessar fylltu súkkulaðidöðlur er gott að eiga inn í frysti þegar sykurpúkinn fer á stjá! Þær eru fylltar með gómsætu heimalöguðu möndlusmjöri og svo notaði ég líka hnetusmjör. Ég bjó til 20 fylltar döðlur og gerði 10 döðlur með hnetusmjöri og 10 döðlur með möndlusmjöri. Daðlan er fastur liður í mataræði mínu en ég passa mig að borða döðlur í hófi því þær innihalda talsverðan ávaxtasykur sem er ekki æskilegur í miklu magni. Ég verð þó að taka það fram að daðlan er frábær náttúruleg sæta og er æskilegri en hvíti sykurinn til dæmis! Döðlur eru líka meinhollar og næringaríkar þrátt fyrir sykurmagn sitt en þær eru m.a. ríkar af trefjum og eru góðar fyrir meltinguna. 

3. janúar 2019 : Góð bætiefni til að byggja upp vöðva

Hugar þú að bætiefnum þegar kemur að uppbyggingu vöðva? Hér eru fjögur góð bætiefni til að byggja upp vöðva. 

31. desember 2018 : Vegan ostakaka + heimalöguð döðlukaramella

Heil og sæl! Nú kemur að síðustu færslu minni hér á H Magasín árið 2018 og ég ætla að enda árið með látum! Ég vildi endilega deila með ykkur uppskrift af vegan ostaköku af tegundinni 'turtle' sem er með pekanhnetum og dökku súkkulaði en hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér! Ég ætla líka að deila með ykkur uppskrift af heimalagaðri döðlukaramellu sem er ómissandi með ostakökunni! Þessar uppskriftir eru gerðar í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata, Horizon, Chocolate & Love og Good Good Brand. Ég vildi annars þakka ykkur fyrir samfylgdina á þessu ári og ég hlakka svo sannarlega til ársins 2019. Áramótaheitið mitt er að gera meira af því sem ég elska, vera dugleg að smakka nýjan mat og prófa ný hráefni, ferðast meira og að lokum rækta líkama og sál. Ég vona innilega að 2018 hafi verið yndislegt hjá ykkur öllum og þið takið nýja árið með trompi!

17. desember 2018 : Jólanart

Heil og sæl! Eins mikið og ég elska Nóa konfektið og MacIntosh molana þá get ég ekki borðað mikið af þeim. Mér datt þess vegna í hug að gera mitt eigið jólanart í hollari kantinum sem ég get nartið í að vild og deilt með öðrum! Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata og Horizon. Uppskriftin er mjög auðveld en ég ristaði pekanhnetur, valhnetur, möndlur og graskersfræ upp úr örlitlu af hlynsírópi og kanil. 

12. desember 2018 : Chiasulta í hátíðarbúning

Heil og sæl! Jólafríið nálgast og ég hlakka svo til! Ég hef áður deilt með ykkur uppskrift af chia sultu en að þessu sinni ætla ég að vera aðeins hefðbundnari og nota pottinn en ekki matvinnsluvélina! Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu. Ég er algjörlega komin í jólagírinn og vildi því gera chiasultu í jólabúning! Ég nota trönuber í grunninn en þau eru afskaplega heilsusamleg. Trönuber eru rík af andoxunarefnum, trefjum og C-vítamíni. Svo að sjálfsögðu geta trönuber komið í veg fyrir þvagfærasýkingu en þau eru hvað frægust fyrir það. Flestir borða hins vegar ekki fersk trönuber sem er skiljanlegt því bragðið af þeim er biturt en þegar maður hitar trönuber þá losnar um sætuna í þeim. Því eru trönuber upplögð í sultugerðina! Ég prófaði fyrst að nota sítrónu í sultuna til að gefa henni smá sýru en það kom alls ekki vel út. Ég prófaði svo appelsínu og sultan varð fullkomin! Ég nota líka kanil sem er lang uppáhalds kryddið mitt og prófaði mig áfram með döðlusykurinn frá Himneskri Hollustu sem er alveg frábær í baksturinn. Þessi sulta kemur þér klárlega í hátíðarskapið!

3. desember 2018 : Mamma Chia

Hinar vinsælu Mamma chia skvísur eru frábær valkostur sem millimál, morgunmatur eða við hvaða neyslutilefni sem er. Þær eru tilvaldar á ferðalögum, fyrir eða eftir æfingu eða í flugferðina þar sem þær eru aðeins 99gr og því má taka með í flugvélar.

1. desember 2018 : Kókoshnappar

Heil og sæl! Jólabaksturinn heldur áfram hjá mér og að þessu sinni deili ég með ykkur einfaldri uppskrift af kókoshnöppum með dökku súkkulaði. Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu ásamt Chocolate & Love og Naturata. Kókos er í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég vildi endilega gera eitthvað gúmmelaði úr kókos um hátíðirnar. Þessir kókoshnappar eru frekar svipaðir kókosbitunum sem ég gerði fyrr á þessu ári en munurinn er sá að ég BAKA kókoshnappana inn í ofninum. Jebb, bakaður eða ristaður kókos er algjört lostæti. Smakkið bara sjálf! 

30. nóvember 2018 : Bætiefni fyrir prófatíðina

Huga þarf að heilsu bæði líkama og sálar til að hámaraka árangur sinn í prófatíð. Mataræði og svefn eru tveir veigamiklir þættir sem þurfa að vera í lagi og flestir eru sammála um að skipti miklu máli í undirbúningi fyrir próf. Annar þáttur, sem sjaldan er litið til, en getur með réttri notkun hjálpað gríðarlega, eru bætiefni. Til að hámarka frammistöðu sína í prófi er sérstaklega mikilvægt að halda ró sinni og ekki síður að muna efnið. Þessar þrjár tegundir bætiefna geta hjálpað til þess að draga úr stressi, viðhalda góðu minni og keyra upp heilastarfsemina.

28. nóvember 2018 : Súkkulaðimús með appelsínubragði

Heil og sæl! Ég er komin í hátíðarskap og þá er ekkert annað í stöðunni en að kveikja á jólatónlistinni, setja á sig svuntuna og byrja að baka! Kærastinn minn gerir alltaf súkkulaðimús með appelsínu á jólunum fyrir okkur og hún er guðdómleg! Rjóminn fer hins vegar illa í mig og ég er með ofnæmi fyrir eggjum svo ég ákvað að búa til súkkulaðimús með snúning og sleppa rjómanum og egginu. Ég nota m.a. náttúrulega sætu, döðlur, og engan sykur. Ég nota líka chia fræ til að festa músina aðeins saman í staðinn fyrir matarlím. Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Chocolate & Love ásamt Isola Bio. Það er kannski smá kaldhæðnislegt að setja súkkulaðimús undir 'Heilsu' hér á H Magasín en hátíðirnar eru á næsta leiti og mér finnst að maður megi alveg leyfa sér smá óhollustu í hollari búning! Allt er gott í hófi, ekki satt? 

Síða 2 af 21