RVKfit: Rebel Kitchen

3. apríl 2017

Hin dásamlega kókosmjólk Rebel Kitchen er mín uppáhalds þessa dagana. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Snapchatinu okkar: RVKfit að við erum miklir aðdáendur. Rebel Kitchen er kókosmjólk sem er bæði til með súkkulaði- og kaffibragði en hún er lífræn, hitaeiningasnauð og án hvíts sykurs. Stelpurnar hafa verið að nota hana bæði eintóma, með próteini eða í boozt en ég sjálf nota hana einna helst í chiagraut eða hafragraut en síðan finnst mér hún líka mjög góð bara ein og sér. Um daginn sýndi ég súkkulaðichiagraut á Snapchat og fékk alveg ótrúlega góð viðbrögð og því langar mig til að deila með ykkur uppskrift að þessum frábæra graut, en hann er að mínu mati fullkomin byrjun á deginum.

Uppskrift:

2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
1 msk kókosflögur frá Himneskri Hollustu
½ stappaður banani
2-2½ dl Rebel Kitchen súkkulaðimjólk (fer eftir smekk)
Látið sitja inn í ísskáp yfir nótt. 

Það er mjög gott að bera grautinn fram með ferskum berjum eða mangó.

 Njótið Vel!

 

Snapchat: RVKfit
Instagram: helgadilja
Höfundur: Helga Diljá Gunnarsdóttir (RVKfit )