RVKfit: Avocado&melónu smoothie

26. júní 2017

Hversu hressandi er það að fá sér góðan smoothie á sólríkum degi. Ég er mikill avocado unnandi og finnst frábært að bæta því ofan í hristinginn minn á morgnana en avocado er bæði hollt og mettandi. Melónan bragðbætir og gerir hristinginn sætari ásamt hunanginu. Það er svo vel hægt að bæta við t.d chia fræjum eða próteindufti eftir smekk. Þessi slær í gegn fyrir alla aldurshópa. 

Avocado og melónu smoothie 

1 avocado
1 bolli hunangsmelóna
2 tsk safi úr fersku lime
1 bolli möndlumjólk
1 bolli hrein jógúrt (mæli með hafrajógúrt fyrir þá sem eru mjólkurlausir)
1/2 bolli hreinn eplasafi
1 msk hunang 

Verði ykkur að góðu!

 

Snapchat: RVKFIT 

Instagram: ingibjorgthelma 

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)