RVKfit: Ferskur grænn drykkur

4. júní 2017

Hollur og góður grænn drykkur verður oft fyrir valinu hjá okkur enda stútfullur af orku og góðri næringu. Birgitta Líf deilir hér með okkur sínum uppáhalds græna drykk sem er virkilega frískandi og góður.

 Graenn-drykkur

Heilsudrykkur Dísu

Magn eftir smekk

Spínat

Mangó

Banani

Kreist engifer

Klakar

Vatn til að þynna

Þessi uppskrift er ótrúlega ferskur og góður grænn drykkur sem auðvelt er að leika sér með. Mér finnst oft gott að bæta við próteini, höfrum, hunangi, möndlusmjöri, hörfræjum, chiafræjum eða hverju sem er - allt eftir því hvaða áferð, bragði og fyllingu ég leitast eftir hverju sinni. Njótið vel!

Höfundur: Birgitta Líf (RVKfit)

Instagram: @birgittalif 

Snapchat: rvkfit