RVKfit: Guacamole brauð

21. febrúar 2017

Heimagerða steinaldarbrauðið hennar Hrannar er svo næringarríkt og gott. Það er stútfullt af próteini og góðri fitu. Mér finnst fullkomið að rista það og toppa það með guacamole.

Innihald í guacamole ofan á tvær brauðsneiðar:

  • 1 stk avocado
  • 3 stk kirsuberjatómatar
  • Ferskt kóríander
  • Kryddað með lime pipar, salti og svörtum pipar.

Gott er að kreista ferskt lime yfir brauðið í lokin og krydda með chili kryddi.

Höfundur: Jórunn Ósk (RVKfit)

Snapchat: RVKfit

Instagram: Jórunn Ósk