12. febrúar 2019 : Ásdís Grasa: Hugum að húðinni yfir veturinn

Húðin okkar getur orðið þurr og viðkvæm þegar það kólnar í veðri sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húðinni okkar og næra hana vel bæði að innan sem utan og passa upp á að fá góða fitu úr fæðunni eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfræjum og ólífuolíu. Þar sem fitusýrur eru allri frumustarfssemi mikilvægar þá er æskilegt að taka Omega-3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisvar á dag tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsanlegan fitusýruskort og er hægt að taka t.d. hampfræjar olíu eða hörfræ olíu til viðbótar við Omega-3 og skipta þeim yfir daginn. 

12. nóvember 2018 : Ásdís Grasa: Styrkjandi bætiefni fyrir ónæmiskerfið

Hér eru þau bætiefni sem Ásdís Grasalæknir mælir með sem eru styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

28. september 2018 : Ásdís Grasa: Mínar uppáhalds smoothie uppskriftir

Hvernig væri að byrja daginn á ferskum næringaríkum smoothie og fá gott start inn í daginn! Ég byrja flesta daga iðulega á góðum þykkum smoothie drykk og fæ mér yfirleitt einn slíkan á dag, enda afar einfalt og fljótlegt og maður nær oft að lauma einhverju auka hollustustöffi í smoothie-inn til að bústa upp næringuna. 

5. september 2018 : Ásdís Grasa: Hressandi og frískandi tedrykkir með Clipper

Hægt er að njóta þess að drekka te á ýmsa vegu og eru tedrykkir t.a.m. frábær leið til að auka inntöku okkar á vökva og eins til að draga úr of mikilli kaffidrykkju, neyslu á sætum drykkjum og eða orkudrykkjum. Í hverjum einasta tebolla eru fjölmörg heilsueflandi virk efni úr lækningajurtum sem bæta heilsu okkar svo um munar og því mjög snjallt að innleiða tedrykkju inn í okkar daglega mataræði. Ég hef sjálf drukkið te í fjölda ára á hverjum degi og mér finnst afar skemmtilegt að tvista aðeins til tedrykkjuna hjá mér og blanda te með öðru hráefni í stað þess að drekka það á gamla mátann, þ.e.a.s. í soðið vatn þó það standi vissulega alltaf fyrir sínu.

30. maí 2018 : Ásdís Grasa: Heilsueflandi jurtir í mataræðið

Heilsueflandi jurtir eru góð viðbót í mataræðið okkar. Vilt þú læra hvernig þú getur notað lækningajurtir í mataræðinu þínu fyrir stórkostlega heilsu, orku og vellíðan?

10. apríl 2018 : Ásdís Grasa: Aukin orka inn í daginn

Hvað veldur veldur þreytu og orkuleysi? Við viljum öll hafa næga orku til að framkvæma allt það sem við viljum gera. Það að upplifa smá þreytu af og til þykir eðlilegt en þegar við hins vegar erum oft þreytt, til lengri tíma þarf að finna út hvað veldur þreytunni og orkuleysinu og leita sér aðstoðar þegar þetta er farið að hamla okkur í daglegu lífi.

Hafra-klattar

18. desember 2017 : Ásdís Grasa: Hollari jólabakstur

Hver vill ekki njóta hollara sætinda um jólin? Ég er algjör sælkeri fram í fingurgóma og veit fátt betra en gott súkkulaði og reyni gjarnan að hollustuvæða uppskriftir því mig langar til að geta notið þess að fá mér sætindi reglulega á góðum degi án þess að það komi niður á heilsunni. Ég vanda því valið og nota alltaf gott hráefni sem mér líður vel af en kemur ekki niður á bragði né gæðum sætindanna. Mig langar því að deila með ykkur tveimur uppskriftum sem ég nota töluvert en þessar smákökur geri ég fyrir hver einustu jól og þær rjúka út á mínu heimili og ég þarf stundum að fela þær svo klárist ekki strax. Bollakökuna er svo hægt að nota sem smartan eftirrétt eða með kaffinu á aðventunni til að gera sér glaðan dag enda tekur það ekki nema 1 mínutu að græja hana! 

27. nóvember 2017 : Ásdís Grasa: Túrmerik, Curcubrain og Curcufresh

Heilsusérfræðingurinn Ásdís Ragna fer hér yfir þrjár frábærar vörur frá NOW Foods en NOW er þekkt fyrir mjög strangar gæðakröfur og hreinar vörur. 

12. október 2017 : Ásdís Grasa: Glútenlausar prótein pönnsur

Hverjum finnast ekki pönnukökur góðar? Það er eitthvað svo notalegt að gæða sér á ilmandi pönnuköku og kaffibolla en undanfarið hef ég verið að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir að glúteinlausum næringarríkum pönnslum sem metta vel en þessar er líka hægt að nota sem vöfflur. 

26. september 2017 : Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt?

Heilsusérfræðingarnir Ragga Nagli og Ásdís Grasa eru að halda stórskemmtilegan viðburð á morgun, miðvikudaginn 27.september. Stöllurnar tvær ætla að fara yfir allskonar mál sem vefst fyrir fólki þegar það hugar að fara í lífsstílsbreytingu, hvað má og má ekki borða og svo framvegis.
Viðburðurinn er á Facebook: Heilsukvöld - Ragga Nagli og Ásdís Grasa

Síða 1 af 2