26. september 2017 : Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt?

Heilsusérfræðingarnir Ragga Nagli og Ásdís Grasa eru að halda stórskemmtilegan viðburð á morgun, miðvikudaginn 27.september. Stöllurnar tvær ætla að fara yfir allskonar mál sem vefst fyrir fólki þegar það hugar að fara í lífsstílsbreytingu, hvað má og má ekki borða og svo framvegis.
Viðburðurinn er á Facebook: Heilsukvöld - Ragga Nagli og Ásdís Grasa

9. ágúst 2017 : Ásdís Grasa: Tahini sesamsmjör

Himneskt sesamsmjör, það eru all mörg ár síðan ég uppgötvaði það að borða tahini og sennilega ein 20 ár. Ég man að sumir ráku upp stór augu þegar ég sagði þeim hvað þetta væri. En nú er tíðin önnur og margir farnir að kannast betur við ýmsan heilsumat og fólk duglegara að prófa sig áfram með nýjar tegundir. Ég á alltaf til tahini á mínu heimili og nota það daglega enda vandræðalega háð þessu dýrindis sesamsmjöri! Tahini er í raun maukuð sesamfræ sem verða að eins konar sesamsmjöri (svipað og hnetusmjör) sem hægt er að nota sem álegg ofan á hrökkbrauð eða brauðmeti, í salatdressingar, út í boosta eða út á morgungrautinn, svo er tahini yfirleitt notað þegar búin er til hummus. 

18. apríl 2017 : Ásdís Grasalæknir: Ilmkjarnaolíur

Hugmyndir af 5 ilmkjarnaolíum sem gott er að eiga. Ég á alltaf til nokkrar tegundir af ilmkjarnaolíum til að nota heima og eins þegar ég er á ferðalögum og svo finnst mér líka gott að vera með 1-2 olíur í veskinu mínu svona til vonar og vara. llmkjarnaolíur eru nefnilega kröftugasta form af jurtalyfjum og hafa mjög sterka virkni. Þessar olíur myndast þegar vissir plöntuhlutar jurtar eru eimaðir og útkoman eru fjölvirkar náttúrulegar olíur sem geta gagnast okkur á ýmsan hátt og hafa margar þessar olíur öfluga örverudrepandi virkni.

16. mars 2017 : Finnur þú fyrir tíðaverkjum og fyrirtíðaspennu?

Heilsa og líðan okkar kvenna byggir m.a. á að hormónakerfi okkar sé í jafnvægi en alltof margar konur nú til dags eru að glíma við hormónaójafnvægi og er fyrirtíðaspenna og einkenni sem tengjast tíðahring okkar hvað algengust. Þar má nefna einkenni eins og slæmir krampakenndir tíðaverkir, skapsveiflur, höfuðverkir, vökvasöfnun, aukin matarlyst, þreyta, o.fl. Það jákvæða er að við getum sjálfar haft svo gríðarleg áhrif á hormónakerfi okkar til hins betra því oftar en ekki er það lífsstíllinn okkar sem er að hafa mestu áhrif á hormónin okkar. 

7. febrúar 2017 : Frönsk súkkulaðikaka Ásdísar

Holl súkkulaðikaka.... já það er alltaf stund fyrir gott súkkulaði! Súkkulaði getur vel verið hluti af heilsusamlegu mataræði ef við notum það smart og veljum hágæða hráefni og súkkulaði, því lífið er of stutt fyrir boð og bönn. Ég skelli reglulega í franska súkkulaðiköku því það er með því betra sem ég fæ mér og algjört uppáhalds þegar mig langar að gera vel við mig og mína. 

30. janúar 2017 : Ásdís Ragna: Paleo brauð

Heilnæm og saðsöm brauð með góðu hollu áleggi eiga að vera hluti af góðu heilsusamlegu mataræði og falla afar vel í kramið hjá mér. Mér finnst hins vegar vanta verulega upp á úrvalið af góðu brauðmeti hér á landi sem er laust við ger, hveiti og aukaefni. Ég mæli oft með að fólk prófi súrdeigsbrauð og reyni að velja grófustu brauðin en algengt er að fólk sé að borða of mikið af ger/hveitibrauði. Sjálf nota ég meira af glútenlausum vörum nú til dags því það fer betur í meltinguna og ég hef prófað mig áfram með ýmsar góðar uppskriftir að glútenlausu brauðmeti sem og lágkolvetna/paleo brauðmeti. Hér er uppskrift að mjög góðu brauði sem hentar fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteni eða vilja breyta til og prófa öðruvísi útgáfu af brauði. Þetta brauð er mjög prótein- og trefjaríkt og inniheldur ekkert kornmeti.

Síða 2 af 2