13. mars 2018 : Ebba Guðný: Ítalskt sítrónupasta

Himneskur ítalskur spaghettíréttur sem er afar einfaldur, fljótlegur og sérlega ljúffengur. Hann sannar hið marg kveðna að minna er oftast svo miklu, miklu... meira.

9. febrúar 2018 : Ebba Guðný: Himneskar vatnsdeigsbollur

Himneskar vatnsdeigsbollur sem er fullkomið að baka fyrir bolludaginn! Hægt er að toppa þær bæði með súkkulaðiglassúr og einnig ekta súkkulaði. Það er svo auðvitað hægt að skreyta þær sem því sem gleður augað og er ljúffengt. 

14. apríl 2017 : Ebba Guðný: Ómótstæðileg Pekan Pæ

Hvernig væri að baka ljúffenga köku til þess að bjóða upp á í páskaboðinu? Við mælum með að þið prófið þessa girnilegu Pekan Pæ frá Ebbu Guðnýju. Kakan er æðisleg með rjóma eða vanilluís og er tilvalin í kringum páskahátíðirnar. 

8. mars 2017 : Ebba Guðný: Hummus

Hummus er mjög fljótlegur að útbúa en það tekur um svona 5 mínútur í mesta lagi. Það er bráðsnjallt að venja börn sem fyrst á hummus, þetta er hollur, ódýr, próteinríkur, kalkríkur og góður matur sem geymist vel. Hummus er frábært álegg á brauð, kex og ídýfa fyrir grænmeti. 

Rautt pestó

16. febrúar 2017 : Rautt pestó Ebbu Guðnýjar

Himneskt rautt pestó sem slær alltaf í gegn. Ebba Guðný deilir hér með okkur sinni uppskrift að yndislegu rauðu pestói. Henni finnst æðislegt að fá sér pestóið ofan á speltkexið frá Himneskri Hollustu en það er auðvitað hægt að nota það í svo margt eins og t.d. ofan á kjúkling eða brauð.

8. febrúar 2017 : Salatdressing Ebbu Guðnýjar

Holl og góð sósa gerir salatið svo miklu betra. Ef maður kann að búa til einfalda salatsósu er maður í góðum málum því þá er ekkert mál að borða ósköpin öll af grænu, vænu salati. Þessi sósa getur líka bjargað bragðlausum mat, samlokum og fleiru. Hún er meira að segja góð með gröfnum/reyktum laxi. 

30. janúar 2017 : Eru chia fræ ofurmatur ?

Hvað eru chia fræ?

Chia fræin eru sannkallaður ofurmatur sem fara sérlega vel í maga. Þau eru talin ein besta plöntu uppspretta omega-3 fitusýra sem vitað er um. Þau eru rík af andoxunarefnum og próteinum, innihalda allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, eru rík af auðmeltum trefjum og því mjög góð fyrir hægðirnar. Chia fræ eru sömuleiðis sögð geta dregið úr bólgum í meltingarvegi og fita, prótein og góðar trefjar tempra einnig blóðsykurinn. Þá innihalda þau einnig gott magn af kalki, sinki, magnesíum og járni.

Kanilsnudar

10. janúar 2017 : Kanilsnúðar með kaffinu

Hvað er betra en heitir kanilsnúðar með kaffinu?

Kanilsnúðarnir eru dásamlegir og fljótlegir frá Ebbu Guðnýju.

Frönsk súkkulaðikaka

3. janúar 2017 : Frönsk súkkulaðikaka Ebbu Guðnýjar með döðlum

Himnesk frönsk súkkulaðikaka frá Ebbu Guðnýju. Hér höfum við hollari útgáfu af hinni klassísku frönsku súkkulaðiköku sem við þekkjum flest. Í stað þess að notast við sykur og hvítt hveiti eru notaðar döðlur og spelt hveiti. Njótið!

Kjuklingur med situronu

3. janúar 2017 : Kjúklingur með sítrónu- og basilólífuolíu

Himneskur kjúklingur frá Ebbu. Ert þú að fara að halda matarboð og vantar eitthvað auðvelt og gott? Þá mælum við með þessum holla kjúklingarétti frá Ebbu.