4. febrúar 2019 : OMEGA-3 fyrir heilsuna

Heilsusamlegar Omega-3 fitusýrur eru sérlega mikilvægar fyrir líkamann og skortur á þeim getur haft alvarleg áhrif á heilsufarið. Omega-3 fitusýrur skipta einnig miklu máli í þróun og þroska heilans og eru því mikilvægar fyrir börn. 

30. maí 2018 : Guðrún Bergmann: Laxerolía er alger undraolía

Hver hefur ekki heyrt um hægðalosandi áhrif laxerolía. Lexerolían hefur hins vegar öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum. Eiginleikar hennar gera það að verkum að hún er til margs nýtileg og í þessari grein fjalla ég einungis um smá brot af því.

Talið er að Egyptar til forna hafi verið þeir fyrstu til að byrja að nota olíuna og þar hafa fundist Castor-baunir sem olían er unnin úr í grafhýsum frá 4.000 f. Krist. Sagt er að Cleopatra hafi notað hana til að gera hvítuna í augum sínum hvítari (betri hægðalosun og hreinni ristill hefur m.a. þau áhrif) og sem áburð á húðina.

13. mars 2018 : Guðrún Bergmann: Vertu með fallega og heilbrigða brúnku í sumar

Húðin er okkar stærsta líffæri og því þurfum við að hugsa vel um hana. Astaxanthin er frábært sem innri sólarvörn, þar sem það verndar húðina gegn útfjólubláum sólarskemmdum, eykur teygjanleika hennar, dregur úr fínum línum og eykur rakastig hennar. Það er talið vera eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar og mælingar hafa sýnt að það sé öflugara en E-vítamín, C-vítamín, beta-karótín og lútein. Astaxanthin dregur einnig úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt, til krabbameina. Það er einnig talið auka orku og úthald hjá íþróttamönnum. 

25. apríl 2017 : Róaðu taugarnar á náttúrulegan hátt

Hin mikla burnirót í náttúrulækningum er oft kölluð “gullna rótin” en hún vex á köldum norðlægum slóðum og háum fjöllum Asíu og Austur-Evrópu. Í bætiefnahillum verslana er líklegt að þú sjáir glös með burnirót merkt með heitinu Rhodiola, eða Rhodiola rosae sem er latneska heiti hennar. Svíar kalla burnirótina gjarnan “viagra norðursins”, en ásamt því að auka kynorku fólks, styrkir hún ónæmiskerfið, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu á líkamann og styrkir geðheilsuna. Burnirótin hentar því vel til inntöku yfir vetrarmánuðina

11. apríl 2017 : Guðrún Bergmann: Tvennt í töskuna um páskana

H tíð framundan? Margir nýta sér páskana til ferðalaga, hvort sem er innan- eða utanlands, svo ef þú verður á faraldsfæti á næstunni er tvennt sem ég myndi ráðleggja þér að hafa í töskunni. Annars vegar eru það Gr8 góðgerlarnir og hins vegar Astaxathin – og ég skal segja þér hvers vegna þú ættir að hafa þessi bætiefni með í för.

20. febrúar 2017 : Guðrún Bergmann: Góðgerlar

Hefurðu staðið fyrir framan hillurnar og velt fyrir þér hvaða tegund af góðgerlum þú ættir að nota, án þess í raun að vita svarið? Til eru fimm mismunandi tegundir af góðgerlum frá NOW og því er valið oft erfitt, en næst þegar að vali kemur muntu vita hvaða tegund hentar þér best.