10. október 2017 : Ragga Nagli: Góðgerlar

Halló! Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. Góðar bakteríur hjálpa okkur að halda heilsunni í blússandi botni. 

26. september 2017 : Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt?

Heilsusérfræðingarnir Ragga Nagli og Ásdís Grasa eru að halda stórskemmtilegan viðburð á morgun, miðvikudaginn 27.september. Stöllurnar tvær ætla að fara yfir allskonar mál sem vefst fyrir fólki þegar það hugar að fara í lífsstílsbreytingu, hvað má og má ekki borða og svo framvegis.
Viðburðurinn er á Facebook: Heilsukvöld - Ragga Nagli og Ásdís Grasa

Ragga Nagli döðlukaramella1

11. september 2017 : Ragga Nagli: Gómsæt karamellusósa

Þó þú gerir ekki nema eitt í dag nema skella í þessa gómsætu karamellusósu.

Sem hefur fengið þann hógværa stimpil að vera það allra gómsætasta á byggðu bóli.

22. maí 2017 : Matarplön og megrunarkúrar

Holl matarplön og megrunarkúrar segja þér HVAÐ, HVENÆR og HVERSU MIKIÐ þú átt að borða. 

Hvenær má borða?

"Hvenær" þú mátt borða fer eftir klukku en ekki svengd.
Borða á 3 tíma fresti
Alltaf að borða morgunmat
Ekki borða örðu eftir kl sjö

Vissirðu ekki að eftir klukkan sjö núlleitt þá slökknar á efnaskiptunum. Allt sem kemur í radíus við munnvikin eftir fréttir breytist í fitu með óútskýrðum mekanisma.

Bláber

22. mars 2017 : Bláberja- og sítrónugleði Naglans

Hafragrautur með bláberja- og sítrónubragði eftir Röggu Nagla. Hún kemur hér með frumlega og ferska uppskrift að hafragraut sem er ólík flestum sem við höfum séð. Grauturinn sem um ræðir er útbúinn kvöldinu áður þannig hægt er að grípa hann með sér á leiðinni út daginn eftir eða njóta hans í rólegheitum heima fyrir án fyrirhafnar. Það er ótrúlega sniðugt að gera sér svona graut kvöldinu áður, það tekur svo stuttan tíma og hafragrautur er stútfullur af góðri orku sem nýtist okkur inn í daginn.

Omega-3

14. mars 2017 : Ragga Nagli: Omega-3

Hvers vegna ættum við að neyta Omega-3? Ég er sérlegur talsmaður á neyslu fiskolíu og ætti eiginlega að vera á umboðslaunum hjá fiskvinnslum og fiskolíuhylkjaframleiðendum. Fiskolía eða Omega-3 er lífsnauðsynleg fjölómettuð fitusýra sem þýðir að líkaminn getur ekki búið þær til sjálfur og þarf því að fá þessar dúllur úr fæðu eða bætiefnum.

24. febrúar 2017 : Snickerskúlur Naglans

Hin mörg okkar vilja sukka fallega. Að eiga eitthvað hollt gúmmelaði í skápnum sem hægt er að grípa í þegar Siggi sæti byrjar að hamra á hjarnanum. „Við viljum fransbrauð“ og þagga þannig niður í kauða. Gulan björgunarbát sem hægt er að fleygja sér í þegar skipið virðist vera að sökkva ofan í hyldýpi sykurguðsins.

Og inn koma þessar unaðslegu dúllur....snikkerskúlur...snikkersdúllur.

Tíminn stöðvast þegar súkkulaði og jarðhnetur renna saman í eina sæng á tungunni. Það er eitthvað klámfengið við þessa kombinasjón.

29. janúar 2017 : Skref Naglans í átt að hollari lífsstíl

Heilsan skiptir máli, margir vilja minnka eða sleppa smjöri, sykri, hveiti eða eggjum í bakstri. Sumir eru ofnæmispésar eða óþolsmelir, sumir eru grænkerar og kjósa vegan lífsstíl, sumir vilja minnka hvíta stöffið í mataræði sínu. Sumir eru að hugsa um mittismálið, aðrir eru að hugsa um heilsuna og enn aðrir um almenna vellíðan. 

23. janúar 2017 : Mokka næturgrautur

Hin frábæra uppskrift úr kaffi afganginum úr könnunni. Þessi síðasta ískalda svarta lögg sem lúrir einmana í botninum sem enginn hefur lyst á og endar alltaf í vaskinum. Þannig stuðlar þú ekki einungis að hollustu, heldur einnig minni matarsóun.

Ragga Nagli

9. desember 2016 : Vertu vinur þinn í dag

Heimsókn til Möggu vinkonu. Ding dong. Þegar þið labbið inn í stofu segir þú: “Jeminn hvað er mikið drasl hérna. Og ryk í öllum hornum. Þú hefðir átt að þurrka betur af áður en ég kom. Sóði!”.