26. febrúar 2017 : RVKfit: Blómkáls taco

Hver sagði að taco gæti ekki verið hollt?
Sem mikill unnandi matargerðar frá Mexíkó þá finnst mér fátt betra en að fá mér taco. Sjálf kýs ég frekar að fá mér "soft-shelled tacos" eða taco með mjúkum skeljum en ég bý skeljarnar til sjálf. Þessar skeljar eru í raun pönnukökur eða tortillur, eins og má finna út í búð, en mér finnst best að búa þær til úr blómkáli. Blómkál er hitaeiningasnautt en inniheldur þrátt fyrir það mikið af steinefnum og vítamínum, svo sem C-vítamín og járn. Af þeim sökum er það afar mettandi. Hér að neðan má sjá uppskrift að blómkálspönnukökum eða blómkáls tortillum.   

22. febrúar 2017 : Mamma Chia: hið fullkomna millimál?

Hefur þú smakkað Mamma Chia? Mamma mia hvað ég mæli með að þú gerir það ef ekki. Chia fræ eru stútfull af nauðsynlegum fitusýrum og góð uppspretta af trefjum, og því tilvalið að koma þeim inn í mataræðið með hentugu Mamma Chia skvísunum. 

21. febrúar 2017 : RVKfit: Guacamole brauð

Heimagerða steinaldarbrauðið hennar Hrannar er svo næringarríkt og gott. Það er stútfullt af próteini og góðri fitu. Mér finnst fullkomið að rista það og toppa það með guacamole.

12. febrúar 2017 : RVKfit: Hveitilausar pizzur

Hvítt hveiti hefur gjarnan verið talið óhollara en annars konar kornmeti. Margir finna til uppþembu og vanlíðan við neyslu hveitis og hafa sumir því valið að sleppa hvítu hveiti algjörlega úr fæðu sinni. 
Sjálf er ég ekkert ýkja hrifin af hveiti og reyni því að sneiða hjá því eins og ég mögulega get. Fyrir pizza aðdáanda númer eitt er því erfiðasti parturinn að sleppa pizzum en með heimildarleit og tilraunaeldhúsi tókst mér að finna út að hveitilausar pizzur eru alls ekki verri, eiginlega bara betri, ef eitthvað er.   

8. febrúar 2017 : RVKFit: Steinaldarbrauð

Hollari brauðbakstur

Síðustu 10 ár hefur brauð ekki verið áberandi á mínum matseðli þá helst vegna hversu illa það fer í mig. Hef ég saknað þess oft á tíðum og langar oft í góða brauðsneið með smjöri og osti. Fyrir 3 árum heimsótti ég eldri bróður minn sem býr í sveitinni í Noregi, hann og konan hans neyta næstum bara fæðu sem þau rækta, ala eða baka sjálf. Konan bróður míns bakar þetta brauð oft í viku og varð ég algjörlega húkt. Brauðið er svo krönsí, bragðgott og fer einstaklega vel í magann minn. Það eina sem er í brauðinu er haframjöl, hnetur, fræ, egg og smá súrmjólk. Brauðið er einstaklega seðjandi, næringarríkt og hefur ótrúleg áhrif á meltinguna. Mig langaði að deila þessu uppáhaldi með ykkur, mæli einstaklega með því nýbökuðu með smjöri og osti. 

15. janúar 2017 : RVKFit: Grænkálssnakk

Hver kannast ekki við það að fá óboðna snarlþörf á kvöldin. Núna í janúar eru flestir að taka sig á í mataræðinu og vilja því reyna að forðast alla óhollustu á kvöldin. Í venjulegum snakkpoka leynast ýmis aukaefni sem hægt er að komast hjá, með því að búa til sitt eigið snakk. Tilvalið er að nota grænkál sem er hitaeiningasnautt og næringarríkt ásamt því að það innihaldi A-, B-, og C- vítamín.  Eftirfarandi uppskrift er afar einföld en grænkál sem snakk er mun betra en það hljómar. 

Godur Grautur

8. janúar 2017 : RVKFit: Góðir grautar

Hafragrautur er alltaf góður kostur. Hafrar eru á meðal hollasta kornmetis á jörðinni en þeir eru heilkorna og stútfullir af nauðsynlegum vítamínum, steinefnum, trefjum og andoxunarefnum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafrar og haframjöl hafa marga heilsusamlega kosti en þeir hjálpa m.a. við að stuðla að þyngdartapi, lægri blóðsykri og minnka hættu á hjartasjúkdómum.

Síða 2 af 2