14. mars 2019 : Kasjúhnetusmjör

Heil og sæl! Að mínu mati þá fær kasjúhnetan ekki nógu mikið lof en hún er svo ofboðslega ljúffeng! Kasjúhnetur eru meinhollar og næringaríkar en eins og með allar hnetur þá skal borða kasjúhnetur í hófi vegna þess að þær eru jú fituríkar. Ég vil samt taka það fram að fitan úr hnetum er góð fyrir líkamann en hún er ómettuð og slík fita minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Það liggur við að ég borða kasjúhnetur á hverjum einasta degi en þær eru mitt "go-to" nasl og ég miða við eina lúku á dag. Ég rista þær mjög oft á pönnu en það virkilega dregur fram bragðið en ég hendi þeim líka í salat af og til. Ég hef gert kasjúhnetusmjör áður en þá setti ég líka kakóduft út í og það varð þá að gómsætu súkkulaðihnetusmjöri. Að þessu sinni þá er kasjúhnetusmjörið alveg hreint og ég verð að viðurkenna að það er miklu betra. Ég smakkaði kasjúhnetusmjörið um daginn með banana og ég vissi ekki hvert ég ætlaði, það er SVOOOOOO gott. Það smakkaðist eins og banana kökudeig, þið verðið að prófa. Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni af þessu unaðslegu kasjúhnetusmjöri en það er auðvelt og fljótlegt að gera! Kasjúhnetusmjör er upplagt út á grautinn, smoothie-skálina eða jógúrtið, með ávöxtum eða grænmeti eða jafnvel á rís- eða maískexið.

IMG_5939-1-

4. mars 2019 : Hveiti og sykurlausa súkkulaðikakan

Himnesk súkkulaðikaka sem svíkur engann. Fullkomin í saumaklúbbinn og sem eftirréttur.

27. febrúar 2019 : Heimalagað súkkulaði

Heil og sæl! Frá því að ég byrjaði þetta matarferðalag mitt fyrir um það bil fjórum árum, hef ég reynt eins og ég get að gera allt frá grunni sem ég læt ofan í mig og súkkulaði er engin undantekning frá því. Ég er alveg veik fyrir súkkulaði og þá sérstaklega dökku súkkulaði. Ég lenti í því einn daginn að ég var að gera uppskrift og ég þurfti súkkulaði ... en ég átti hins vegar ekkert upp í skáp og ég nennti ekki út í búð svo ég hugsaði með mér "hví ekki að prófa að búa til mitt eigið?" Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur auðveldri uppskrift af gómsætu dökku súkkulaði og ekki skemmir fyrir að það er lífrænt! Í grunninn þarftu fljótandi kókosolíu, kakóduft og sætu. Sjálf nota ég agave síróp eða jafnvel góða döðlusykurinn frá Himneskri Hollustu. Döðlusykurinn bráðnar samt ekki því hann er ekki sykur í raun en ég hef ekkert á móti því að hafa súkkulaðið svolítið gróft. Ég nota hlutföllin 1:1:1 sem er auðvelt að muna! Þannig ef þú notar t.d. 2 msk af kókosolíu, þá notar þú 2 msk af kakódufti og svo 2 msk af sætu. Auðvelt, ekki satt? Það eru reyndar margir sem eru óvanir bragðinu af kakódufti og ég skal viðurkenna að það getur verið frekar sterkt en kakóduft er meinhollt og hefur frábæra heilsueiginleika! Svo ég mæli með að venjast því! Kakóduft er m.a. talið bólgueyðandi og inniheldur gott magn af andoxunarefnum sem vernda frumur líkamans frá skaða. 

Bananagrautur

14. febrúar 2019 : Gómsætur grautur með karamelluðum banana

Heil og sæl! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst yndislegt að gera mér stóra skál af heitum hafragraut á morgnana og njóta, sérstaklega á köldum dögum eins og þessum. Í morgunmat borða ég oftast kaldan chiagraut sem ég hef útbúið kvöldið áður en þegar ég hef meiri tíma á morgnana þá geri ég eitthvað extra gómsætt og tek minn tíma. Sumum finnst hafragrautur vera ómerkilegur morgunmatur en það er hægt að gera hafragraut á ótalmarga vegu svo það verður aldrei leiðinlegt að borða hann! Í samstarfi við Himneska Hollustu, Isola Bio, Horizon og Naturata þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum graut með karamelluðum banana sem er kominn í algjört uppáhald hjá mér þessa daga! 

25. janúar 2019 : Heimalöguð chia sulta með jarðaberjum

Heil og sæl! Nú er loksins, loksins komið að Heilsu og Lífstílsdögum í Nettó en þeir eru frá 24. janúar til 6 febrúar. Sjálf hef ég alltaf dýrkað Heilsudaga og ég geri mér alltaf ferð í næstu Nettó og geri góð kaup. Að þessu sinni var ég svo heppin að fá að skrifa færslu og deila tveimur uppskriftum í samstarfi við Himneska Hollustu með lesendum í heilsublaðinu. Heilsublaðið kemur alltaf út á Heilsudögum Nettó og það eru ótrúlega margar góðar uppskriftir, fróðleikur og frábærar færslur í blaðinu. Ég mæli með að sækja ykkur eintak í næstu Nettó búð en sjálf geymi ég öll eintök af heilsublaðinu og glögga í uppskriftir og fróðleik af og til. Það er líka hægt að nálgast heilsublaðið inn á heimasíðu Nettó. Ég deildi uppskrift af mínum uppáhalds chia graut með kókos sem ég hef áður deilt hér á H Magasín með ykkur en ég deili líka glænýrri uppskrift af heimalagaðri chia sultu með jarðaberjum. Þessi sulta er tilvalin út á chia grautinn, þvílíkt combo! 

11. janúar 2019 : Fylltar súkkulaðidöðlur

Heil, sæl og gleðilegt nýtt ár! Ég ætla að byrja nýja árið á léttu nótunum og deila með ykkur einfaldri en ljúffengri uppskrift í samstarfi við Himneska Hollustu. Þessar fylltu súkkulaðidöðlur er gott að eiga inn í frysti þegar sykurpúkinn fer á stjá! Þær eru fylltar með gómsætu heimalöguðu möndlusmjöri og svo notaði ég líka hnetusmjör. Ég bjó til 20 fylltar döðlur og gerði 10 döðlur með hnetusmjöri og 10 döðlur með möndlusmjöri. Daðlan er fastur liður í mataræði mínu en ég passa mig að borða döðlur í hófi því þær innihalda talsverðan ávaxtasykur sem er ekki æskilegur í miklu magni. Ég verð þó að taka það fram að daðlan er frábær náttúruleg sæta og er æskilegri en hvíti sykurinn til dæmis! Döðlur eru líka meinhollar og næringaríkar þrátt fyrir sykurmagn sitt en þær eru m.a. ríkar af trefjum og eru góðar fyrir meltinguna. 

3. janúar 2019 : Góð bætiefni til að byggja upp vöðva

Hugar þú að bætiefnum þegar kemur að uppbyggingu vöðva? Hér eru fjögur góð bætiefni til að byggja upp vöðva. 

31. desember 2018 : Vegan ostakaka + heimalöguð döðlukaramella

Heil og sæl! Nú kemur að síðustu færslu minni hér á H Magasín árið 2018 og ég ætla að enda árið með látum! Ég vildi endilega deila með ykkur uppskrift af vegan ostaköku af tegundinni 'turtle' sem er með pekanhnetum og dökku súkkulaði en hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér! Ég ætla líka að deila með ykkur uppskrift af heimalagaðri döðlukaramellu sem er ómissandi með ostakökunni! Þessar uppskriftir eru gerðar í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata, Horizon, Chocolate & Love og Good Good Brand. Ég vildi annars þakka ykkur fyrir samfylgdina á þessu ári og ég hlakka svo sannarlega til ársins 2019. Áramótaheitið mitt er að gera meira af því sem ég elska, vera dugleg að smakka nýjan mat og prófa ný hráefni, ferðast meira og að lokum rækta líkama og sál. Ég vona innilega að 2018 hafi verið yndislegt hjá ykkur öllum og þið takið nýja árið með trompi!

17. desember 2018 : Jólanart

Heil og sæl! Eins mikið og ég elska Nóa konfektið og MacIntosh molana þá get ég ekki borðað mikið af þeim. Mér datt þess vegna í hug að gera mitt eigið jólanart í hollari kantinum sem ég get nartið í að vild og deilt með öðrum! Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata og Horizon. Uppskriftin er mjög auðveld en ég ristaði pekanhnetur, valhnetur, möndlur og graskersfræ upp úr örlitlu af hlynsírópi og kanil. 

12. desember 2018 : Chiasulta í hátíðarbúning

Heil og sæl! Jólafríið nálgast og ég hlakka svo til! Ég hef áður deilt með ykkur uppskrift af chia sultu en að þessu sinni ætla ég að vera aðeins hefðbundnari og nota pottinn en ekki matvinnsluvélina! Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu. Ég er algjörlega komin í jólagírinn og vildi því gera chiasultu í jólabúning! Ég nota trönuber í grunninn en þau eru afskaplega heilsusamleg. Trönuber eru rík af andoxunarefnum, trefjum og C-vítamíni. Svo að sjálfsögðu geta trönuber komið í veg fyrir þvagfærasýkingu en þau eru hvað frægust fyrir það. Flestir borða hins vegar ekki fersk trönuber sem er skiljanlegt því bragðið af þeim er biturt en þegar maður hitar trönuber þá losnar um sætuna í þeim. Því eru trönuber upplögð í sultugerðina! Ég prófaði fyrst að nota sítrónu í sultuna til að gefa henni smá sýru en það kom alls ekki vel út. Ég prófaði svo appelsínu og sultan varð fullkomin! Ég nota líka kanil sem er lang uppáhalds kryddið mitt og prófaði mig áfram með döðlusykurinn frá Himneskri Hollustu sem er alveg frábær í baksturinn. Þessi sulta kemur þér klárlega í hátíðarskapið!

Síða 1 af 11