22. ágúst 2019 : Smoothie-skál með leynihráefni

Heil og sæl! Smoothie-skálar eru daglegt brauð á mínu heimili en ég á alltaf til banana og ber í frystinum svo að ég geti skellt í eina ljúffenga skál eða gómsætan smoothie hvenær sem er. Það skemmtilegasta við að búa sér til smoothie-skálar er að ímyndunaraflið tekur öll völd og það er ekkert heilagt. Maður prófar sig bara áfram og prófar þau hráefni sem maður vill prófa. Svo er hrikalega skemmtilegt að skreyta skálarnar í lokin og ennþá skemmtilegra að borða þær! Hráefnið sem ég hef verið að prófa mig áfram með í smoothie-skálar er: rauðrófa! Já, rauðrófa! Ég er mikill aðdáandi rauðrófunnar en það eru margir sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir henni. Rauðrófan er meinholl og algjör ofurfæða en hún er stútfull af andoxunarefnum og trefjarík. Ég kaupi oftast forsoðnar rauðrófur í pakka en ég nota 1-2 slíkar rauðrófur í þessa skál. Mér persónulega þykir rauðrófan ljúffeng á bragðið en fyrir þá sem kannski fýla hana ekki þá mæli ég með þessari uppskrift! Maður finnur  ekkert bragð af rauðrófunni í þessari bleiku, gómsætu og hollu smoothie-skál!

22. júlí 2019 : Einfaldur pastaréttur á 15 mínútum

Heil og sæl! Stundum langar mig bara í eitthvað fljótlegt, auðvelt og mettandi í mallann og ég nenni ekki að hafa mikið fyrir því. Hvað gerir maður þá? Svarið er: pasta! Í samstarfi við Himneska Hollustu og Bunalun Organic ætla ég að deila með ykkur ljúffengum og einföldum pastarétt sem tekur ekki nema 15 mínútur! Í þessa uppskrift nota ég m.a. nýrnabaunir en ég bæti þeim oft út í chilli-rétti, pasta eða út á bakaða sæta kartöflu. Nýrnabaunir eru góð fæða til að bæta við mataræðið sitt en þær eru prótein- og trefjaríkar og innihalda litla fitu. Þegar ég geri þennan pastarétt þá bý ég til frekar mikið í einu til þess að eiga daginn eftir í hádegismat. 

8. júlí 2019 : Sætar kartöflur í morgunmat

Heil og sæl! Ég er mikill aðdáandi sætu kartöflunnar og borða mikið af henni. Sætar kartöflur eru stútfullar af beta-karótín sem gefur þeim appelsínugulan lit þeirra. Þær eru einnig trefjaríkar og innihalda mikið magn af C-vítamíni. Ég borðaði þær hins vegar einungis í kvöldmat en þessa dásamlegu kartöflu má líka borða í morgunmat! Ég hef verið að prófa mig áfram og hef þróað tvær uppskriftir sem ég vildi endilega deila með ykkur en sæta kartaflan er fullkomin í morgunmat ef maður vill prófa eitthvað algjörlega nýtt! Uppskriftirnar eru gerðar í samstarfi við Icepharma. Í báðum uppskriftum nota ég ofnbakaða sæta kartöflu. Ég hita ofninn upp í 200°C og leyfi kartöflunni að bakast í 30-60 mínútur en tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á kartöflunni. Það er gott að stinga nokkur göt í kartöfluna með gaffli svo hún bakast betur eða jafnvel skera hana í tvennt eða fernt ef hún er mjög stór. Til þess að spara mér tíma á morgnana þá baka ég kartöflurnar stundum kvöldið áður og geymi þær inn í ísskáp og borða daginn eftir, kaldar eða heitar. Ég mun klárlega deila með ykkur fleiri skemmtilegum uppskriftum sem innihalda sætar kartöflur í framtíðinni og ég mæli svoooooo með að þið prófið sætar kartöflur í morgunmat!

28. júní 2019 : Graskersfræsmjör

Heil og sæl! Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur hvernig hægt er að búa til smjör úr graskersfræjum! Þetta 'smjör' er upplagt fyrir þá sem þola illa hnetur eða möndlur og er einnig ketóvænt, veganvænt og paleovænt! Graskersfræsmjör er barasta fyrir alla! Graskersfræin eru einmitt frábær fæða til að bæta við mataræðið sitt en þau eru mjög próteinrík, járnrík og innihalda gott magn af magnesíum. Fyrir þessa uppskrift þá þarf mjög góðan blandara eða góða matvinnsluvél en graskersfræin geta verið smá "þrjósk" að breytast í smjör. Fyrir áhugasama þá hef ég áður deilt uppskrift af kasjúhnetusmjöri og möndlusmjöri sem ég mæli eindregið með að prófa líka!

22. maí 2019 : Bláberjasmoothie

Heil og sæl! Smoothie-æðið mitt heldur áfram og að þessu sinni þá vildi ég deila með ykkur uppskrift af bláberjasmoothie með ekki einu heldur tveimur leynihráefnum! Þau eru .... spínat og kanill! Þessi uppskrift er alls ekki heilög og það má þess vegna bæta við hafraflögum til þess að fá meiri trefjar sem ég geri oft eða jafnvel próteindufti! 

Bananagrautur

14. febrúar 2019 : Gómsætur grautur með karamelluðum banana

Heil og sæl! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst yndislegt að gera mér stóra skál af heitum hafragraut á morgnana og njóta, sérstaklega á köldum dögum eins og þessum. Í morgunmat borða ég oftast kaldan chiagraut sem ég hef útbúið kvöldið áður en þegar ég hef meiri tíma á morgnana þá geri ég eitthvað extra gómsætt og tek minn tíma. Sumum finnst hafragrautur vera ómerkilegur morgunmatur en það er hægt að gera hafragraut á ótalmarga vegu svo það verður aldrei leiðinlegt að borða hann! Í samstarfi við Himneska Hollustu, Isola Bio, Horizon og Naturata þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum graut með karamelluðum banana sem er kominn í algjört uppáhald hjá mér þessa daga! 

25. janúar 2019 : Heimalöguð chia sulta með jarðaberjum

Heil og sæl! Nú er loksins, loksins komið að Heilsu og Lífstílsdögum í Nettó en þeir eru frá 24. janúar til 6 febrúar. Sjálf hef ég alltaf dýrkað Heilsudaga og ég geri mér alltaf ferð í næstu Nettó og geri góð kaup. Að þessu sinni var ég svo heppin að fá að skrifa færslu og deila tveimur uppskriftum í samstarfi við Himneska Hollustu með lesendum í heilsublaðinu. Heilsublaðið kemur alltaf út á Heilsudögum Nettó og það eru ótrúlega margar góðar uppskriftir, fróðleikur og frábærar færslur í blaðinu. Ég mæli með að sækja ykkur eintak í næstu Nettó búð en sjálf geymi ég öll eintök af heilsublaðinu og glögga í uppskriftir og fróðleik af og til. Það er líka hægt að nálgast heilsublaðið inn á heimasíðu Nettó. Ég deildi uppskrift af mínum uppáhalds chia graut með kókos sem ég hef áður deilt hér á H Magasín með ykkur en ég deili líka glænýrri uppskrift af heimalagaðri chia sultu með jarðaberjum. Þessi sulta er tilvalin út á chia grautinn, þvílíkt combo! 

11. janúar 2019 : Fylltar súkkulaðidöðlur

Heil, sæl og gleðilegt nýtt ár! Ég ætla að byrja nýja árið á léttu nótunum og deila með ykkur einfaldri en ljúffengri uppskrift í samstarfi við Himneska Hollustu. Þessar fylltu súkkulaðidöðlur er gott að eiga inn í frysti þegar sykurpúkinn fer á stjá! Þær eru fylltar með gómsætu heimalöguðu möndlusmjöri og svo notaði ég líka hnetusmjör. Ég bjó til 20 fylltar döðlur og gerði 10 döðlur með hnetusmjöri og 10 döðlur með möndlusmjöri. Daðlan er fastur liður í mataræði mínu en ég passa mig að borða döðlur í hófi því þær innihalda talsverðan ávaxtasykur sem er ekki æskilegur í miklu magni. Ég verð þó að taka það fram að daðlan er frábær náttúruleg sæta og er æskilegri en hvíti sykurinn til dæmis! Döðlur eru líka meinhollar og næringaríkar þrátt fyrir sykurmagn sitt en þær eru m.a. ríkar af trefjum og eru góðar fyrir meltinguna. 

3. janúar 2019 : Ragga Nagli: Góð bætiefni til að byggja upp vöðva

Hugar þú að bætiefnum þegar kemur að uppbyggingu vöðva? Hér eru fjögur góð bætiefni til að byggja upp vöðva. 

31. desember 2018 : Vegan ostakaka + heimalöguð döðlukaramella

Heil og sæl! Nú kemur að síðustu færslu minni hér á H Magasín árið 2018 og ég ætla að enda árið með látum! Ég vildi endilega deila með ykkur uppskrift af vegan ostaköku af tegundinni 'turtle' sem er með pekanhnetum og dökku súkkulaði en hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér! Ég ætla líka að deila með ykkur uppskrift af heimalagaðri döðlukaramellu sem er ómissandi með ostakökunni! Þessar uppskriftir eru gerðar í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata, Horizon, Chocolate & Love og Good Good Brand. Ég vildi annars þakka ykkur fyrir samfylgdina á þessu ári og ég hlakka svo sannarlega til ársins 2019. Áramótaheitið mitt er að gera meira af því sem ég elska, vera dugleg að smakka nýjan mat og prófa ný hráefni, ferðast meira og að lokum rækta líkama og sál. Ég vona innilega að 2018 hafi verið yndislegt hjá ykkur öllum og þið takið nýja árið með trompi!

Síða 1 af 12