17. desember 2018 : Jólanart

Heil og sæl! Eins mikið og ég elska Nóa konfektið og MacIntosh molana þá get ég ekki borðað mikið af þeim. Mér datt þess vegna í hug að gera mitt eigið jólanart í hollari kantinum sem ég get nartið í að vild og deilt með öðrum! Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata og Horizon. Uppskriftin er mjög auðveld en ég ristaði pekanhnetur, valhnetur, möndlur og graskersfræ upp úr örlitlu af hlynsírópi og kanil. 

12. desember 2018 : Chiasulta í hátíðarbúning

Heil og sæl! Jólafríið nálgast og ég hlakka svo til! Ég hef áður deilt með ykkur uppskrift af chia sultu en að þessu sinni ætla ég að vera aðeins hefðbundnari og nota pottinn en ekki matvinnsluvélina! Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu. Ég er algjörlega komin í jólagírinn og vildi því gera chiasultu í jólabúning! Ég nota trönuber í grunninn en þau eru afskaplega heilsusamleg. Trönuber eru rík af andoxunarefnum, trefjum og C-vítamíni. Svo að sjálfsögðu geta trönuber komið í veg fyrir þvagfærasýkingu en þau eru hvað frægust fyrir það. Flestir borða hins vegar ekki fersk trönuber sem er skiljanlegt því bragðið af þeim er biturt en þegar maður hitar trönuber þá losnar um sætuna í þeim. Því eru trönuber upplögð í sultugerðina! Ég prófaði fyrst að nota sítrónu í sultuna til að gefa henni smá sýru en það kom alls ekki vel út. Ég prófaði svo appelsínu og sultan varð fullkomin! Ég nota líka kanil sem er lang uppáhalds kryddið mitt og prófaði mig áfram með döðlusykurinn frá Himneskri Hollustu sem er alveg frábær í baksturinn. Þessi sulta kemur þér klárlega í hátíðarskapið!

3. desember 2018 : Mamma Chia

Hinar vinsælu Mamma chia skvísur eru frábær valkostur sem millimál, morgunmatur eða við hvaða neyslutilefni sem er. Þær eru tilvaldar á ferðalögum, fyrir eða eftir æfingu eða í flugferðina þar sem þær eru aðeins 99gr og því má taka með í flugvélar.

1. desember 2018 : Kókoshnappar

Heil og sæl! Jólabaksturinn heldur áfram hjá mér og að þessu sinni deili ég með ykkur einfaldri uppskrift af kókoshnöppum með dökku súkkulaði. Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu ásamt Chocolate & Love og Naturata. Kókos er í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég vildi endilega gera eitthvað gúmmelaði úr kókos um hátíðirnar. Þessir kókoshnappar eru frekar svipaðir kókosbitunum sem ég gerði fyrr á þessu ári en munurinn er sá að ég BAKA kókoshnappana inn í ofninum. Jebb, bakaður eða ristaður kókos er algjört lostæti. Smakkið bara sjálf! 

30. nóvember 2018 : Bætiefni fyrir prófatíðina

Huga þarf að heilsu bæði líkama og sálar til að hámaraka árangur sinn í prófatíð. Mataræði og svefn eru tveir veigamiklir þættir sem þurfa að vera í lagi og flestir eru sammála um að skipti miklu máli í undirbúningi fyrir próf. Annar þáttur, sem sjaldan er litið til, en getur með réttri notkun hjálpað gríðarlega, eru bætiefni. Til að hámarka frammistöðu sína í prófi er sérstaklega mikilvægt að halda ró sinni og ekki síður að muna efnið. Þessar þrjár tegundir bætiefna geta hjálpað til þess að draga úr stressi, viðhalda góðu minni og keyra upp heilastarfsemina.

28. nóvember 2018 : Súkkulaðimús með appelsínubragði

Heil og sæl! Ég er komin í hátíðarskap og þá er ekkert annað í stöðunni en að kveikja á jólatónlistinni, setja á sig svuntuna og byrja að baka! Kærastinn minn gerir alltaf súkkulaðimús með appelsínu á jólunum fyrir okkur og hún er guðdómleg! Rjóminn fer hins vegar illa í mig og ég er með ofnæmi fyrir eggjum svo ég ákvað að búa til súkkulaðimús með snúning og sleppa rjómanum og egginu. Ég nota m.a. náttúrulega sætu, döðlur, og engan sykur. Ég nota líka chia fræ til að festa músina aðeins saman í staðinn fyrir matarlím. Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Chocolate & Love ásamt Isola Bio. Það er kannski smá kaldhæðnislegt að setja súkkulaðimús undir 'Heilsu' hér á H Magasín en hátíðirnar eru á næsta leiti og mér finnst að maður megi alveg leyfa sér smá óhollustu í hollari búning! Allt er gott í hófi, ekki satt? 

16. nóvember 2018 : Basil pestó fyrir grænkera

Heil og sæl! Þetta er frumraun mín í pestógerð og ég vildi endilega deila með ykkur uppskriftinni kæru lesendur. Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Naturata. Þið sem kannist við innihald pestó vitið að það er mjög oft parmesan ostur í því. Ég notaði hins vegar ekki parmesan heldur prófaði ég mig áfram með næringarger og hampfræ sem er oft notað í staðinn. Ég var mikið að leika mér og blandaði m.a. basil og grænkáli saman og setti kasjúhnetur í staðinn fyrir hinar klassísku furuhnetur og VÁ hvað pestóið kom vel út! Hefjumst handa!

24. október 2018 : Grænn ofur-smoothie

Heil og sæl! Ég trúi ekki að ég hef aldrei deilt uppskrift af grænum smoothie með ykkur fyrr en núna! Þegar ég er að flýta mér á morgnana þá þykir mér upplagt að henda í einn grænan ofur-smoothie til þess að grípa með mér í skólann eða vinnuna. Ég nota m.a. grænkál í þennan smoothie því það er uppáhalds grænmetið mitt og algjör ofurfæða. Stundum borða ég grænkál eintómt sem snakk því mér þykir það svo gott! Grænkál er afskaplega næringarríkt og inniheldur mikið magn af A, C og K- vítamíni ásamt kalsíum og andoxunarefnunum: quercetin og kaempferol sem eru bólgueyðandi. Grænkál er einnig gott fyrir meltinguna. Þrátt fyrir alla heilsueiginleika grænkáls þá eru ekki allir fyrir grænkálið því það er með einkennilegt bragð svo spínat dugar líka í þessa uppskrift. Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Isola Bio. Ég nota meðal annars hampfræ frá Himneskri Hollustu fyrir auka prótein í smoothie-drykkinn minn en það er líka hægt að nota chia fræ. Ég hef verið að prófa mig áfram með krydd í smoothie-drykki, það hljómar kannski undarlega en ég mæli með að prófa! Ég nota túrmerik í þennan smoothie-drykk og örlítið af svörtum pipar en svartur pipar hjálpar líkamanum að taka upp túrmerik. Fyrir áhugasama þá skrifaði ég stutta færslu um helstu heilsueiginleika túrmeriks en það er m.a. þekkt fyrir að vera bólgueyðandi. Byrjum að blanda! 

19. október 2018 : Hair Skin and Nails frá NOW

Hair skin and nails frá Now er frábær blanda innihaldsefna sem styðja við heilbrigði hárs, húðar og nagla. Blandan inniheldur m.a. A,C og E vítamín, B-komplex blöndu, steinefni, Keratín, msm, l-proline, Horstail og Hyaluronic sýru. En förum aðeins nánar yfir innhaldsefnin í þessari frábæru blöndu, Hair skin and nails frá NOW.

14. október 2018 : Kínóa grautur í haustbúning

Heil og sæl! Þetta er mín fyrsta tilraun í að gera kínóa graut og ég var mjög ánægð með útkomuna! Ég vildi nota hráefni sem minna mig á haustið og að sjálfsögðu var kanill fyrir valinu ásamt valhnetum og grænum eplum. Kínóa er ofboðslega næringarríkt, prótein- og trefjaríkt og getur komið í stað hrísgrjóna en það er líka hægt að nota kínóa í helling annað, t.d. í grautargerð! Kínóa getur verið biturt á bragðið út af efnasambandinu 'saponin' en til að losa sig aðeins við bitra bragðið er gott að skola kínóa undir köldu vatni. Ég vil taka það fram hér í byrjun að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Isola Bio. 

Síða 2 af 12