Ásdís Grasa: Tedrykkja er mikil heilsubót

24. apríl 2019

  • Clipper-te

Hefur þú prófað Clipper te-in?

Clipper te-in hafa unnið til fjölmargra verðlauna frá því framleiðslan hófst árið 1984. Þau eru einstaklega ljúffeng, enda úr bestu hráefnum sem völ er á. Clipper te-in eru núna komin í nýjar og hentugar umbúðir með sérpökkuðum tepokum. Clipper notar engin hefti í pokana sína og tepokarnir eru óbleiktir. Flest te merki vinna te pokana sína þannig að þeir eru hvíttaðir með kemískum efnum og klór en allir Clipper tepokarnir eru óbleiktir og eru því brúnlitaðir. Njóttu þess að drekka te úr óbleiktum poka sem er ekki með óæskilegum efnum í.

Clipper_hopmynd_ketill

Þú verður farin að skála í grænu te eftir að hafa lesið þessa grein því ég ætla fara yfir með þér hvað þessi litla daglega rútína getur haft mikil heilsufarsleg áhrif á líkama þinn. Tedrykkja hefur verið ríkjandi hefð til margra ára víðs vegar í heiminum og ekki að ástæðulausu enda mikil heilsubót. Jurtate, grænt te, svart te, hvítt te, oolong te, matcha te, melrose te, ávaxta te og svo mætti lengi telja því þetta er heill frumskógur af hinum mismunandi tegundum af tei og hér gildir að vanda valið og nota gott hráefni og gæði umfram allt. Allavega kýs ég að velja jurtate sem eru lífræn eða te úr jurtum sem vaxa villtar í staðinn fyrir telauf sem hafa verið úðuð með skordýraeitri. Í þessari grein ætla ég að fókúsera á grænt te (Camellia sinensis) en hægt er að fá ýmsar útgáfur af grænu te og mitt uppáhald er hvítt te en það er unnið úr fyrstu litlu laufblöðunum af grænu teplöntunni. Grænt te inniheldur gríðarlega mikið magn andoxunarefna eins og catechins og polyphenol efni.

Clipper-te

Lækkar kólesteról.

Samkvæmt rannsókn sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition í júní 2011 þá kom fram að grænt te getur lækkað bæði heildar kólesterólið og LDL ´slæma´ kólesterólið. Til að ná fram þessum áhrifum á blóðfituna þarf maður að drekka 5 bolla á dag af grænu te.

Dregur úr framleiðslu á kortisóli.

Kortisól er stresshormónið okkar og stuðlar að aukinni kviðfitu og ýtir m.a. undir öldrun líkamans. Rannsókn sem gerð var árið 2006 sýndi fram á að með því að drekka 4 bolla af grænu te á dag í 6 vikur þá lækkaði kortisól magnið í líkamanum en það er ekki talið heilsusamlegt fyrir okkur að hafa kortisólið hátt til lengri tíma. 

Bólgueyðandi.

Virk efni í grænu te draga úr bólgumyndun í líkamanum en bólgur eru undirliggjandi þáttur í flestum sjúkdómum nú til dags eins og liðagigt, sykursýki og þunglyndi og því mikilvægt að nota náttúrulegar leiðir til að slá á bólgur. Bólgumyndun í líkamanum veldur líka vökvasöfnun og það að drekka grænt te hjálpar okkur að losa umfram bjúg og lætur okkur líða betur.

 Meiri einbeiting og betra minni.

Grænt te skerpir á hugsun og athygli enda inniheldur það koffín en það eru líka önnur plöntuefni í grænu tei sem stuðla að meiri fókus en þessi efni hafa áhrif á svokallaðar theta bylgjur í heilanum. Grænt te er jú orkugefandi eins og flestir vita. Þegar mikið liggur við í vinnunni er bara skella í sig einum grænum bolla og rúlla í gegnum þetta!

Dregur úr ofnæmi.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Japan árið 2007 á grænu te kom í ljós að EGCG polyphenol efni og andoxunarefnið quercetin sem finnast í grænu te hafa áhrif á ónæmisfrumur og geta dregið úr ónæmisviðbrögðum með því að draga úr histamín framleiðslu.

Eykur efnaskipti og brennslu.

Grænt te hefur lengi verið notað í þyngdarstjórnun en grænt te hraðar efnaskiptum sem má aðallega rekja til koffín innihalds ásamt öðrum virkum efnum. Grænt te getur líka slegið á matarlyst og sykurlöngun. 

Önnur heilsufarsleg áhrif.

Tedrykkju fólk mælast með betri blóðgildi og eru heilsuhraustari. Að drekka te bætir vissulega heilsu okkar og ráðlagt er að drekka 2-3 á dag bolla sér til heilsubótar. Grænt te hefur t.d. áhrif á að draga úr áhættu á heilablóðfalli, magakrabbameini, sykursýki og getur komið í veg fyrir tannholdsbólgur.

Prófaðu þig áfram og njóttu áhrifanna af góðum tebolla...

Ásdís grasalæknir

www.grasalaeknir.is

www.instagram.com/asdisgrasa