Túrmerik: Allra meina bót

30. júní 2018

Heil og sæl! Ég er nýdottin á túrmerik lestina en áður fyrr vissi ég lítið sem ekkert um kryddið og heilsueiginleika þess. Ég hef verið að lesa mér til um túrmerik síðustu daga og vildi endilega deila með ykkur smá fróðleik. Ég deili einnig frískandi uppskrift af heitum túrmerik drykk sem er frábær til að byrja daginn sinn á! Túrmerik eða gullinrót á íslensku er krydd frá Asíu sem hefur verið notað í þúsundir ára en það var fyrst notað sem litur en ekki krydd. Heilsueiginleikar túrmeriks komu svo í ljós í gegnum aldirnar og það má segja að túrmerik sé allra meina bót en hún hefur einnig verið mikið notuð sem lækningajurt í austrænni læknisfræði.

Bólgueyðandi 

Túrmerik er sérstaklega þekkt fyrir að vera bólgueyðandi en það er þökk sé curcumin sem er virka efnið í túrmerik. Curcumin er kröftugt andoxunarefni en það er erfitt fyrir líkamann að taka curcumin upp í blóðrásina og því er curcumin oft tekið með svörtum pipar. Í svörtum pipar er efnið 'piperine' sem eykur upptöku curcumin um 2000%! 

Verndar hjartað

Curcumin hefur sýnt fram á að það lækkar LDL (slæma) kólesteról líkamans og viðheldur því heilbrigðu hjarta. Curcumin kemur einnig í veg fyrir blóðtappa.

Verndar heilastarfsemi

Elliglöp og Alzheimer eru oft tengd við vaxtarhormónið BDNF. Curcumin hefur jákvæð áhrif á BDNF og getur seinkað eða jafnvel umsnúið mörgum heilasjúkdómum eða hrörnun heilans vegna gamals aldurs.

Minnkar líkur á krabbameini

Túrmerik kann vera eitt kröftugasta náttúrulega efnið sem berst gegn krabbameini. Það getur komið í veg fyrir vöxt krabbameins og einnig hindrað útbreiðslu þess.

Turmeric

Túrmerik drykkur

  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1/4 - 1/2 tsk af túrmerik kryddi frá Himneskri Hollustu
  • Dass af svörtum pipar 

Allt sett út í glas af heitu vatni og hrært vel saman. Athugið að túrmerik á það til að sökkva á botninn svo ég mæli með að hræra reglulega í glasinu á meðan drukkið er. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 


Turmerik_cover

Turmerik_top

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu 


Höfundur: Asta Eats
Heimildir teknar af vefsíðunni: http://www.healthy-holistic-living.com