Endurheimt

17. apríl 2019 : Ragga Nagli: Endurheimt eftir æfingar

Hefur þú vaknað eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman

Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni á öldurhúsi í borg óttans. Þú ráfar um salinn í þokumóðuskýi og gerir máttvana tilraunir í viðskiptum við stálið.

Þitt eina markmið er að komast heim undir sæng sem allra fyrst.

Þegar borðtuskudagarnir fara að verða fleiri en silkidagarnir þarftu að skoða hvort skrokkurinn sé að ná að jafna sig nógu vel á milli æfinga.

Því bætingarnar gerast í endurheimtinni... ekki á æfingunni sjálfri.

Arnar

16. apríl 2019 : Arnar Péturs: 3 leiðir sem auðvelda þér að byrja að hlaupa

Hlaup eru íþrótt þar sem þolinmæði og stöðugleiki skipta mestu máli. Það sem skiptir næst mestu máli er að byrja að hlaupa því þegar við náum að byrja þá er auðvelt að halda áfram. Það er ástæða fyrir því af hverju við heyrum fólk tala um að hafa smitast af hlaupabakteríu. Þetta er vegna þess að þegar við höfum tekið fyrstu skrefin erum við fljót að upplifa jákvæðan spíral sem ýtir undir enn frekari hlaup og enn frekari árangur. Spurningin er hinsvegar hvernig við tökum þessi fyrstu skref.

Það eru hundrað leiðir til að byrja að hlaupa en þær eru misgáfulegar eins og þær eru margar. Ein leið er til dæmis að hunskast út að hlaupa og hætta þessu væli. Þetta gæti virkað í ákveðin tíma en er fljótt að falla um sjálft sig. Hérna eru þrjár leiðir sem hægt er að beita til þess að auðvelda okkur fyrstu skrefin og auka líkurnar á því að við smitumst af hlaupabakteríunni. 

17. janúar 2019 : Nýr Vomero 14

Hlaupaskór fyrir þá sem vilja meiri mýkt og meiri tækni. Nýjasta útgáfan af Nike Air Zoom Vomero 14 hefur allt sem góður hlaupaskór þarf að hafa. Zoom loftpúði undir öllum sóla, React dempunarefni, léttleiki og fallegt útlit.

14. janúar 2019 : Nærmynd: Arnar Péturs

Hlauparinn Arnar Pétursson svaraði nokkrum spurningum um mataræðið, bætiefni og ýmislegu tengdu hlaupinu. 

22. nóvember 2018 : Nike Free Run 2018

Hannaður fyrir styttri hlaup frá þínum reglulegu 3-5 km eða sem alhliða skór í göngu eða vinnuna.

14. nóvember 2018 : Nike Shield hlaupaskór

Hlaupaskór sérhannaðir fyrir vetrarmánuðina eru komnir í sölu í H Verslun. Skórnir eru með betra gripi undir sóla en gengur og gerist, aukin vatnsvörn og meira endurskin.

12. nóvember 2018 : Nike Romaleos 3 lyftingaskór

Hámarkaðu getu þína í ólympískum lyftingum með bestu lyftingarskónum á markaðnum í dag. 

16. október 2018 : Anna Eiríks: Fjórar hörkugóðar æfingar

Hollt mataræði og fjölbreyttar æfingar eru lykillinn að góðum árangri. Í þessu myndbandi sýni ég þér fjórar hörku góðar æfingar sem ég hvet þig til þess að gera á næstu æfingu eða t.d. eftir góðan göngutúr. 

Threact

6. september 2018 : Þórólfur Ingi: Nike Odyssey React

Hvernig er annað hægt en að líka vel við Nike Odyssey React skóna. Nýja uppáhalds mjúku hlaupaskórnir mínir. Þeir eiga það sameiginlegt með öðrum Nike hlaupaskóm sem ég á að vera úr mjúku efni yfir ristina, það er því ólíklegt að fá einhver nuddsár og það jafnvel við mikla notkun.

5. september 2018 : Nýr æfingaskór - Nike Metcon Free

Hlaup, hopp eða styrktaræfingar? Nike Metcon Free er nýr æfingaskór sem sameinar þetta allt í einum skó.

Síða 1 af 9