Anna Eiríks: Stinnur og sterkur líkami

19. mars 2018

Halló H Magasín! 
Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi að byrja á því að gera æfingarnar bara eina umferð fyrst um sinn og auka svo álagið jafnt og þétt með tímanum og vinna sig upp í allavega þrjár umferðir.

Anna Eiríks - Stinnur og sterkur líkami

www.annaeiriks.is

Instagram: Anna Eiríks

Höfundur:  Anna Eiríks