Hrafnhildur Lúthers: Sundæfingar fyrir byrjendur og lengra komna

5. desember 2017

 • _KMM4819

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, setti saman nokkrar sundæfingar fyrir okkur.

Hrafnhildur skrifar: Það er hægt að stytta eða lengja hverja æfingu fyrir sig og það er hægt að gera hluta af hverri æfingu hratt til að byggja upp þol og keyra hjartsláttinn upp. Þetta eru góðar byrjendaæfingar, en svo er alltaf hægt að breyta til seinna meir og bæta inn baksundi og jafnvel flugsundi ef menn treysta sér til. 

Sund er frábær íþrótt og hreyfing sem hentar öllum. Það er lítið um meiðsli og maður getur slakað á í vatninu og dreift huganum. Ég mæli með því að sem flestir bæti við smá sundi í planið sitt, fjölbreytnin skiptir máli og hjálpar til við bætta líðan. Svo er alltaf svo gott að skella sér í pottinn í smá eftir á!

_KMM5093_1512483430387

1. æfing: 400m samtals

 • 50m bringusund
 • 50m skriðsund
 • 2 x 50m skriðsund með froskalappir
 • 2 x 50m bringusund rólega

2. æfing: 800m samtals

 • 2 x 50m bringusund
 • 4 x 50m skriðsund með froskalappir
 • 2 x 100m skriðsund með froskalappir
 • 2 x 50m bringusund rólega 2 x 50m skriðsund 1 x 100m frjálst sund rólega

_KMM5982

3. æfing: 1200m samtals

 • 2 x 100m (50m bringusund / 50m skriðsund)
 • 6 x 50m skriðsund fætur með froskalappir og kork
 • 6 x 50m skriðsund með froskalappir
 • 2 x 50m bringusund
 • 4 x 50m skriðsund
 • 2 x 50m skólabak eða bringusund rólega

4. æfing: 2000m samtals

 • 3 x 100m (50m frjálst sund / 50m skriðsund)
 • 6 x 100m fætur með froskalappir (50m baksund / 50m skriðsund)
 • 2 x 200m skriðsund með froskalappir
 • 1 x 100m rólega frjálst sund
 • 8 x 50m skriðsund
 • 4 x 50m bringusund

_KMM4875