Metcon 4 - Sterkari, léttari og háþróaðari

13. febrúar 2018

Hann er loksins kominn! Skórinn sem margir hafa beðið eftir, nýr og endurbættur Metcon - Metcon 4. Metcon skórnir henta ótrúlega vel í crossfit, bootcamp og allar alhliða æfingar þar sem áhersla er á lyftingar og æfingar með líkamsþyngd.  

High

Nike gaf út nýja útgáfu af hinum geysivinsæla Metcon skó í byrjun janúar. Um er að ræða fjórðu kynslóðina af þessum frábæra æfingaskó. Nýjasta útfærslan er með endurbættri yfirbyggingu sem er léttari, sterkari og úr mýkra efni sem mótast betur að fætinum og andar betur en á fyrri skónum. Yfirbyggingin er svo þakin nýrri tækni sem kallast „Haptic tækni“ sem eru litlar gúmmí stjörnur sem liggja utan á skónum á álagssvæðum til að auka endingu. Nýji skórinn hefur svo auðvitað alla gömlu kostina sem sá gamli bjó yfir. 

Ef að þið eruð Metcon aðdáendur þá mælum við hiklaust með því að þið nælið ykkur í par af Metcon 4. 

Þú getur fengið Metcon 4 kvenna hér .

Þú getur fengið Metcon 4 karla hér

Höfundur: H Talari