5. júlí 2018 : Nýr Nike Air Zoom Pegasus 35

Hlaupaskórinn sem allir þekkja hefur hlotið uppfærslu í hinum nýja Air Zoom Pegasus 35. Þessi nýja útgáfa er ennþá betri en forveri sinn.

15. maí 2018 : Nýr og betri hlaupaskór frá Nike: REACT

Hvað er Nike React? 

Nike leitast alltaf eftir því að vera í fremstu röð þegar kemur að tækni og nýjungum í sínum vörum. Fyrir nokkrum vikum síðan kom á markað glæný tækni frá Nike sem nefnist REACT. Nike mun svo í framhaldi nýta þessa nýju tækni í hlaupaskó, körfuboltaskó og fleiri tegundir.

25. apríl 2018 : RVKfit: Skemmtileg sprettæfing

Hlaupaæfing vikunnar var þessi skemmtilega sprettæfing sem ég tók síðast þegar ég var með snappið. Hún vakti mikla lukku hjá þeim sem að tóku hana og fær mann til þess að svitna vel. Mjög krefjandi sprettir en samt sem áður skemmtilegir, mér finnst tíminn alltaf fljótur að líða þegar vegalengdin á sprettunum fer minnkandi. Við stelpurnar erum ný búnar að setja upp okkar eigin blogg síðu www.rvkfit.is en munum koma til með að deila skemmtilegum færslum með ykkur hér líka. 

24. apríl 2018 : Anna Eiríks: Viltu fá kúlurass?

Hver vill ekki fá kúlurass? 

Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þesss að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana. Þær gefa þér hugmynd að æfingum sem þú getur gert heima hjá þér eða bara hvar sem er og þú finnur þær í nýjasta æfingaplaninu mínu Fit21 - í form á 21 mínútu sem ég setti saman fyrir þá sem vilja ekki eyða of miklum tíma í ræktinni eða hreinlega hafa ekki tíma til þess að fara í ræktina. Tímaleysi er því engin afsökun til þess að komast ekki í form né aðstöðuleysi því þú getur gert æfingarnar heima hjá þér! Matseðill fylgir til þess að tryggja að þú náir frábærum árangri og því ekki eftir neinu að bíða.

21. mars 2018 : Sara Sigmunds um íþróttina og Fit Aid

HVER ER RAGNHEIÐUR SARA SIGMUNDSDÓTTIR?

Ég er bara venjuleg 25 ára stelpa úr Njarðvík. 

19. mars 2018 : Anna Eiríks: Stinnur og sterkur líkami

Halló H Magasín! 
Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi að byrja á því að gera æfingarnar bara eina umferð fyrst um sinn og auka svo álagið jafnt og þétt með tímanum og vinna sig upp í allavega þrjár umferðir.

8. mars 2018 : Listin að pakka fyrir leiðangur

Himalayafjöllin! Að fara í gönguleiðangur um Himalayafjöllin með fimmtán konum er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni. Það var ólýsanleg upplifun að komast í tæri við þennan himinháa fjallgarð og minningarnar úr ferðinni munu lifa með mér að eilífu. Eftir á að hyggja var undirbúningurinn þó næstum því jafn skemmtilegur og ferðalagið sjálft.

7. mars 2018 : RVKfit: Myndir af Training Eventinu

Hápunktur febrúar mánaðar var klárlega RVKfit Training Eventið. Þetta var eitthvað sem við vorum búnar að vera með í kollinum mjög lengi og erum hæstánægðar með lokaútkomuna. Okkur langar að þakka öllum sem að komu og tóku þátt í þessu með okkur, einnig þeim aðilum sem gerðu þetta mögulegt en það voru frábær fyrirtæki sem að stóðu við bakið á okkur: Nike, NOW, World Class, Origo og Joe & The Juice. Við vonumst til þess að geta gert fleiri svona skemmtilega hluti með okkur og hlökkum til komandi tíma en það er margt spennandi í spilunum hjá okkur! 

6. mars 2018 : Anna Eiríks: Fimm magnaðar kviðæfingar

Hugmyndir af æfingum ásamt uppskriftum má finna á heimasíðu minni www.annaeiriks.is en þar set ég inn æfingu dagsins sem notendur geta nýtt sér að kostnaðarlausu ásamt sérsniðnum prógrömmum. Þar er ég einnig dugleg að deila allskonar fróðleik og ég setti einmitt inn þessa frábæru kviðæfingu sem ég ætla að deila með ykkur. 

13. febrúar 2018 : Metcon 4 - Sterkari, léttari og háþróaðari

Hann er loksins kominn! Skórinn sem margir hafa beðið eftir, nýr og endurbættur Metcon - Metcon 4. Metcon skórnir henta ótrúlega vel í crossfit, bootcamp og allar alhliða æfingar þar sem áhersla er á lyftingar og æfingar með líkamsþyngd.  

Síða 2 af 9