RVKfit: Myndir af Training Eventinu

7. mars 2018

Hápunktur febrúar mánaðar var klárlega RVKfit Training Eventið. Þetta var eitthvað sem við vorum búnar að vera með í kollinum mjög lengi og erum hæstánægðar með lokaútkomuna. Okkur langar að þakka öllum sem að komu og tóku þátt í þessu með okkur, einnig þeim aðilum sem gerðu þetta mögulegt en það voru frábær fyrirtæki sem að stóðu við bakið á okkur: Nike, NOW, World Class, Origo og Joe & The Juice. Við vonumst til þess að geta gert fleiri svona skemmtilega hluti með okkur og hlökkum til komandi tíma en það er margt spennandi í spilunum hjá okkur! 

Hér koma nokkrar myndir af viðburðinum og myndband sem snillingurinn Davíð Oddgeirs tók fyrir okkur.

RVKfit Training Event

RVKfit

Instagram: rvkfit

Snapchat: RVKfit