16. október 2018 : Anna Eiríks: Fjórar hörkugóðar æfingar

Hollt mataræði og fjölbreyttar æfingar eru lykillinn að góðum árangri. Í þessu myndbandi sýni ég þér fjórar hörku góðar æfingar sem ég hvet þig til þess að gera á næstu æfingu eða t.d. eftir góðan göngutúr. 

30. október 2017 : Ketilbjöllur: Af hverju og hvernig?

Hefur þú áhuga á að prufa ketilbjöllur en veist kannski ekki alveg hvað þú átt að gera með þær? Ég elska að prufa nýjar æfingar en ég byrjaði að vinna mikið með ketilbjöllur fyrir sirka hálfu ári síðan. Áhuginn kviknaði eftir að ég byrjaði að fylgjast með strák sem heitir Eric Leija á Instagram. Hann er ketilbjöllusérfræðingur og eftir að hafa fylgst með honum í smá tíma sá ég hvað ketilbjölluæfingar geta verið fjölbreyttar og hardcore. Þær taka líka flestar á öllum eða nánast öllum líkamanum sem mér finnst geggjað en full-body æfingar eru minn tebolli.

16. ágúst 2017 : Ragga Nagli: Ráð fyrir stífa mjaðmavöðva

Hreyfigeta. Latir rassvöðvar geta oft valdið stífum mjaðmavöðvum að framanverðu og lélegum hreyfiferli því við sitjum á fjósinu fyrir framan tölvuskjáinn allan liðlangan daginn, með rass og hamstring í strekktri stöðu en mjaðmavöðva stutta. Þá verða mjaðmirnar stífar og ekki nægur snúningur á mjöðminni. Það leiðir til að við getum ekki almennilega rétt úr mjöðminni í efstu stöðu og það er oft sökudólgur í hnévandamálum.

Æfingar H Magasín

23. maí 2017 : Hugmyndir að fjölbreyttum æfingum

Hugmyndaleysi þegar kemur að æfingum? Stundum mætum við í ræktina og vitum bara ekki alveg hvað við eigum að gera við okkur. Það er alltaf sniðug hugmynd að kíkja í hóptíma til að prufa eitthvað nýtt og það verið mjög hvetjandi að æfa í hóp. En ef þér finnst gaman að æfa í sal og plana þínar æfingar sjálf/ur þá er um að gera að reyna að hafa þær fjölbreyttar og skemmtilegar. Við tókum saman nokkur myndbönd sem gætu veitt þér innblástur og þú munt pottþétt sjá einhverja æfingu sem þú hefur ekki séð áður.

10. maí 2017 : Anna Eiríks: Tabata

Hver vill ekki nýta tímann vel og fá mikið út úr stuttri æfingu? Tabata er frábært þjálfunarkerfi sem skilar flottum árangri á mjög stuttum tíma.

Birgitta H Magasín

21. apríl 2017 : RVKfit: Instagram æfingar

Hver kannast ekki við að mæta á æfingu og vera alveg tómur þegar kemur að hugmyndum að æfingum? Okkur stelpunum í RVKfit finnst mikilvægt að vera duglegar að breyta til og gera fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi æfingar. Við erum flestar mjög virkar á Instagram þar sem hægt er að finna fjöldann allan af æfingamyndböndum og myndum sem gaman er að bæta í eigin æfingarútínu. Æfingarnar eru eins misjafnar og þær eru margar og oft mun erfiðari en þær líta út fyrir að vera á Instagram – en þá er bara enn skemmtilegra að æfa sig!

Stöðvaþjálfun H Magasín

18. apríl 2017 : Stöðvaþjálfun: Hörkuæfing eftir páskana

Hörkuæfing til að hrista af sér páskana. Stöðvaþjálfun er virkilega skemmtileg þjálfunaraðferð. Það er lítið um pásur, maður gleymir sér dálítið og tíminn er fljótur að líða. Þessi æfing samanstendur af upphitun, fjórum stöðvum og smá bónus í lokin fyrir þá sem vilja klára sig alveg. Það er hægt að taka þessa æfingu ein/n en það er líka mjög gaman að taka hana í hóp og vinna þá á sitthvorri stöðinni eða sömu stöðinni.

14. apríl 2017 : RVKfit: páskaæfing

Hreyfing skiptir máli alla daga - líka um páskana! Þó svo að við kjósum kannski að vera aðeins örlátari við okkur sjálf í matarræðinu þá er lykilatriði að gleyma ekki að hreyfa sig. Líkamsræktarstöðvarnar hafa margar hverjar takmarkaðan opnunartíma yfir hátíðirnar en það þýðir þó ekki að við getum ekki tekið góða æfingu. RVKfit setti saman skemmtilega páskaæfingu, sem hægt er að taka hvar sem er og hvenær sem er, enda engin þörf á líkamsræktarstöð, æfingatólum eða áhöldum til þess að framkvæma æfinguna. Það er einfaldlega hægt að gera æfinguna heima í stofu, úti í garði eða jafnvel á ströndinni fyrir þá sem staddir eru erlendis. 

Æfing

4. apríl 2017 : Anna Eiríks: Hörkuæfing á 21 mínútu

Hérna er sniðug æfingalota sem hægt er að gera hvar sem er. Hún samanstendur af 7 æfingum sem þú gerir í 60 sek hverja. Hver lota tekur 7 mín og þú hvílir eftir hverja lotu. Þú tekur samtals 3 lotur og ert þá að vinna í 21 mínútu samtals. Æfingin styrkir efri- og neðrihluta líkamans ásamt því að keyra púlsinn aðeins upp. Snilld fyrir þá sem vilja taka eina stutta æfingu án þess að þurfa nein áhöld til þess. Gangi ykkur vel!

HO16_NW_PlusSize_Training_02

20. mars 2017 : 40 mínútna æfing með áherslu á rass, læri og miðjuna

Hreysti og heilbrigði skiptir flesta ef ekki alla miklu máli. Tilfinningin eftir góða æfingu eða aðra hreyfingu er engri annarri lík. Mín persónulega reynsla eftir mörg ár bæði í hópíþrótt og annarri fjölbreyttri þjálfun er sú að mér líður nánast alltaf betur þegar ég er búin að hreyfa mig. Það er bara svo gott að koma blóðinu á hreyfingu og fjarlægja sig frá öllu öðru sem maður er að sinna dagsdaglega. En samhliða vinnu, skóla og öðru daglegu amstri getur verið erfitt að finna tíma til að hreyfa sig.

Síða 1 af 2