17. janúar 2019 : Nýr Vomero 14

Hlaupaskór fyrir þá sem vilja meiri mýkt og meiri tækni. Nýjasta útgáfan af Nike Air Zoom Vomero 14 hefur allt sem góður hlaupaskór þarf að hafa. Zoom loftpúði undir öllum sóla, React dempunarefni, léttleiki og fallegt útlit.

Threact

6. september 2018 : Þórólfur Ingi: Nike Odyssey React

Hvernig er annað hægt en að líka vel við Nike Odyssey React skóna. Nýja uppáhalds mjúku hlaupaskórnir mínir. Þeir eiga það sameiginlegt með öðrum Nike hlaupaskóm sem ég á að vera úr mjúku efni yfir ristina, það er því ólíklegt að fá einhver nuddsár og það jafnvel við mikla notkun.

24. október 2017 : Sjö góðar ástæður fyrir konur að lyfta lóðum

Hvað eru kraftlyftingar? Kraftlyftingar eru íþrótt þar sem keppt er í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Tilgangurinn er að lyfta sem þyngst og ræður samanlagður þyngdarárangur keppnisröð keppenda. 

Ragnheiður Sigurðardóttir (Ragga) skrifar:

Ég heiti Ragnheiður og er kraftlyftingakona. Fyrir fimm árum vissi ég ekki hvað kraftlyftingar voru. Ég var bara nýbyrjuð hjá einkaþjálfara til koma mér í form eftir barneign. Hann hvatti mig til að prófa að keppa í kraftlyftingum en fyrst fannst mér það fráleit hugmynd.

Ég ákvað að kýla á að prófa það einu sinni. Þessi fyrsta keppni kveikti áhuga minn og allt í einu var þetta bara ekki jafn asnalegt og mér hafði þótt tilhugsunin. Í dag er ég handhafi 13 Íslandsmeta, hef orðið Íslandsmeistari, bikarmeistari og Norðurlandameistari og keppt á HM og EM. Það er óhætt að segja að kraftlyftingapaddan hafi læst klóm sínum í mig. Kraftlyftingar hafa gefið mér ótal margt og mig langar að deila með ykkur sjö góðum ástæðum fyrir konur að lyfta lóðum.

13. september 2017 : Myndaþáttur Nike: Sara Björk og Jón Arnór

Hörku myndataka á vegum Nike með ljósmyndasnillingnum Snorra Björns.
Nike fengu með sér í lið Hörpu Kára, förðunarfræðing, og módelin voru svo sannarlega ekki af verri endanum en það voru þau Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður. Myndatakan kom frábærlega út enda ekki við öðru að búast.

PSP10575

28. júlí 2017 : Sara Sigmunds um Heimsleikana, hefðbundna æfingaviku, matarrútínuna sína og fleira..

Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Söru Sigmunds?

Þar sem það eru 2 vikur í Heimsleikana þá vakna ég um 8 og æfi í skúrnum hérna heima, fæ mér síðan morgunmat og fer í Crossfit Mayhem og hitti liðið þar og æfi með þeim. Kem síðan aftur heim um 16, borða “hádegismat”, æfi aftur og svo er það kvöldmatartími, smá sjónvarp og svo svefn.

3. júlí 2017 : No Speedo No Party vol. II

Hörkutólið Birna Hrönn og strákarnir í sjósundsklúbbnum No Speedo No Party skelltu sér um daginn í Helgufoss í Mosfellsdal. Birna keppir í íssundi en hún tók strákana með sér í fossinn sem er vægast sagt ískaldur. Birna var ögn harðari af sér en strákarnir en sem betur fer höfðu þau öll ullarföt frá Houdini meðferðis til þess að hlýja sér eftirá. Strákarnir eiga það allir sameiginlegt að spila fótbolta í Pepsi- og Inkasso-deildinni. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá bæði myndband og myndir frá ferðinni.

22. maí 2017 : Helena Sverris: Atvinnumannalífið

Helena Sverrisdóttir var 19 ára þegar hún flutti fyrst að heiman þá til Fort Worth í Texas. Helena var meira en tilbúin í þetta ævintýri enda búin að hlakka til þess að fara í háskóla í Bandaríkjunum síðan hún var lítil stelpa. Næstu fjögur árin bjó hún með liðsfélögum mínum, stundaði háskólanám og spilaði með körfuboltaliði skólans. Helena segir okkur frá:

4. maí 2017 : Davíð Kristinsson: Góð melting byggist á góðri þarmaflóru

Heilsugúrúinn Davíðs Kristinsson hefur starfað sem einkaþjálfari í 15 ár og sérmenntað sig sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann rekur nú Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri ásamt eiginkonu sinni. Davíð hefur á undanförnum árum haldið mikinn fjölda vinsælla námskeiða og fyrirlestra um 30 daga hreint mataræði. Við tókum tal af Davíð til þess að forvitnast hvaða bætiefni það væru sem hann sjálfur tæki dagsdaglega. 

28. apríl 2017 : Verða þetta stjörnur Pepsi deildarinnar?

Hápunktur knattspyrnuársins að flestra mati er að fara af stað þegar íslenski boltinn fer að rúlla, Pepsi deild kvenna fór af stað í gær og strákarnir hefja leik á sunnudag. Í Pepsi deild karla má búast við að keppnin á toppi og botni verði hörð en á ári hverju springa út nýir menn og stjörnur verða til. Það verður fróðlegt að sjá hvaða menn það verða sem eiga gott ár en hér að neðan ætlum við að skoða nokkra leikmenn sem gætu sprungið út og tekið skrefið í atvinnumennsku en það er draumur hvers leikmanns að spila á erlendri grundu.

10. apríl 2017 : Árni Björn: CrossFit og þjálfun

Hvernig er dagur í lífi CrossFit keppanda og þjálfara?
Ég heiti Árni Björn Kristjánsson og mig langar að segja örlítið frá mér og degi í mínu lífi. Ég vinn sem rekstrarstjóri og þjálfari hjá CrossFit XY sem er staðsett í Miðhrauni 2, Garðabæ. Ásamt því að þjálfa og sinna daglegum rekstri þá æfi ég CrossFit af mikilli hörku. Ég hef stundað CrossFit frá 2009 en þá vantaði mig einhverja nýja áskorun eftir að ég hætti að æfa tennis sem ég stundaði á fullu sem barn og unglingur. Á þessum 8 árum hef ég upplifað alveg ótrúlega margt. Ég hef keppt þrisvar sinnum á heimsleikunum í CrossFit í Los Angeles, öll þrjú skiptin hef ég keppt sem liðsmaður í liði. Ég hef þó ákveðið að skipta um gír og ætla núna í ár að reyna fyrir mér sem einstaklingskeppandi í CrossFit og freista þess að komast á Heimsleikana í CrossFit sem einstaklingur. Það hefur mikið verið talað um íslensku CrossFit stelpurnar og allir þekkja þær en það hefur minna farið fyrir strákunum. Það hafa aðeins þrír íslenskir strákar keppt sem einstaklingar á heimsleikunum og bestum árangri hefur Björgvin Karl náð þegar hann lenti í þriðja sæti árið 2015. 

Síða 1 af 3