30. apríl 2019 : Anna Eiríks: Mótaðu rass- og lærvöðva með miniband teygju

Hver er ekki til í að fá stinn læri og móta rassvöðva? Þessar æfingar eru algjör snilld og hjálpa einmitt við það og hægt að gera þær hvar sem er (líka án teygju).

16. október 2018 : Anna Eiríks: Fjórar hörkugóðar æfingar

Hollt mataræði og fjölbreyttar æfingar eru lykillinn að góðum árangri. Í þessu myndbandi sýni ég þér fjórar hörku góðar æfingar sem ég hvet þig til þess að gera á næstu æfingu eða t.d. eftir góðan göngutúr. 

24. apríl 2018 : Anna Eiríks: Viltu fá kúlurass?

Hver vill ekki fá kúlurass? 

Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þesss að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana. Þær gefa þér hugmynd að æfingum sem þú getur gert heima hjá þér eða bara hvar sem er og þú finnur þær í nýjasta æfingaplaninu mínu Fit21 - í form á 21 mínútu sem ég setti saman fyrir þá sem vilja ekki eyða of miklum tíma í ræktinni eða hreinlega hafa ekki tíma til þess að fara í ræktina. Tímaleysi er því engin afsökun til þess að komast ekki í form né aðstöðuleysi því þú getur gert æfingarnar heima hjá þér! Matseðill fylgir til þess að tryggja að þú náir frábærum árangri og því ekki eftir neinu að bíða.

19. mars 2018 : Anna Eiríks: Stinnur og sterkur líkami

Halló H Magasín! 
Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi að byrja á því að gera æfingarnar bara eina umferð fyrst um sinn og auka svo álagið jafnt og þétt með tímanum og vinna sig upp í allavega þrjár umferðir.

6. mars 2018 : Anna Eiríks: Fimm magnaðar kviðæfingar

Hugmyndir af æfingum ásamt uppskriftum má finna á heimasíðu minni www.annaeiriks.is en þar set ég inn æfingu dagsins sem notendur geta nýtt sér að kostnaðarlausu ásamt sérsniðnum prógrömmum. Þar er ég einnig dugleg að deila allskonar fróðleik og ég setti einmitt inn þessa frábæru kviðæfingu sem ég ætla að deila með ykkur. 

10. maí 2017 : Anna Eiríks: Tabata

Hver vill ekki nýta tímann vel og fá mikið út úr stuttri æfingu? Tabata er frábært þjálfunarkerfi sem skilar flottum árangri á mjög stuttum tíma.

Æfing

4. apríl 2017 : Anna Eiríks: Hörkuæfing á 21 mínútu

Hérna er sniðug æfingalota sem hægt er að gera hvar sem er. Hún samanstendur af 7 æfingum sem þú gerir í 60 sek hverja. Hver lota tekur 7 mín og þú hvílir eftir hverja lotu. Þú tekur samtals 3 lotur og ert þá að vinna í 21 mínútu samtals. Æfingin styrkir efri- og neðrihluta líkamans ásamt því að keyra púlsinn aðeins upp. Snilld fyrir þá sem vilja taka eina stutta æfingu án þess að þurfa nein áhöld til þess. Gangi ykkur vel!

29. mars 2017 : Anna Eiríks: Daglegt líf, morgunrútínan og þjálfun

Heilsugúrúinn Anna Eiríksdóttir er einstaklega öflug og lifir afskaplega heilsusamlegum lífsstíl. Anna heldur úti Instagram reikningi undir notendanafninu aeiriks og það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með henni. Hún er ótrúlega dugleg að deila æfingum með fylgjendum sínum. Við tókum Önnu í stutt viðtal og fræddumst aðeins um rútínur hjá henni, æfingar og hvernig venjulegur dagur í lífi Önnu er.

28. janúar 2017 : Æfing vikunnar: Anna Eiríks

Heilsusérfræðingurinn Anna Eiríksdóttir heldur úti Instagram reikning og YouTube síðu, þar sem hún deilir fjöldann allan af sniðugum æfingum og myndum af heilsusamlegum lífsstíl. Anna mun sýna okkur og segja frá æfingum sem vinna með marga vöðvahópa í sömu æfingunni.