25. október 2018 : Millivegurinn: Dóri DNA

Húmoristinn og þúsundþjalasmiðurinn Dóri DNA kíkti til strákana í Milliveginum. Þeir spjölluðu meðal annars um grín, málfrelsi, lífstílsbreytingar, stóra Nova málið, ketó og veganisma!

16. október 2018 : Millivegurinn: Katrín Tanja

Hraustasta kona í heimi Katrín Tanja kíkti á okkur í Milliveginn og ræddi við okkur meðal annars um mótlæti, tilgang lífsins, andlega þáttinn, morgunrútínuna og að sjálfsögðu Crossfit.

20. júní 2018 : Frammistaða Íslendinga á Crossfit Regionals

Helgina18. - 20. maí, fór fram European Regionals eða Evrópumótið í CrossFit. European Regionals er ein af níu svæðakeppnum sem haldnar eru um allan heim. Þeir sem keppa á þessum svæðamótum hafa allir unnið sér inn þátttökurétt í undankeppninni (CrossFit Open), sem er fimm vikna online keppni, sem mörg hundruð þúsundir CrossFitara taka þátt í. Af þessum mörg hundruð þúsundum eru fjörtíu karlar, fjörtíu konur og  þrjátíu lið sem vinna sér inn keppnisrétt á hverju svæðamóti. Það eru svo efstu fimm sætin á svæðamótunum (fjögur sæti á einhverjum svæðum) í hverjum flokki sem vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikana í CrossFit (CrossFit Games) sem fer fram í Madison, Wisconsin 1. -. 5. ágúst. Flokkarnir eru þrír, þ.e. karlaflokkur, kvennaflokkur og lið sem samanstendur af tveimur körlum og tveimur konum. Keppt er í einungis sex greinum á svæðamótunum og því ljóst að allt þarf að ganga nokkuð smurt fyrir sig til að tryggja sér sæti alla leið á Heimsleikana. Þetta er því yfirleitt hörku keppni fram á síðustu grein þar sem hart er bitist um þau fáu stig sem í boði eru.

14. júní 2018 : Blackstar

Héldum upp á sumarið með pop-up pizzapartý Blackbox x Converse = Blackstar. Á boðstólnum voru eldbakaðar súrdegis pizzur og ískaldur Tuborg. Egill Spegill, Dadykewl, Þorri og Sturla Atlas héldu uppi stemningunni með ljúfum tónum. 
Hér eru myndir af þessu vel heppnaða kvöldi! Næsta Blackstar partý verður í byrjun júlí, mælum með því að þið fylgist með Blackbox á Instagram til þess að missa ekki af næsta teiti. 

8. janúar 2018 : Podcast Arnórs: Höskuldur Gunnlaugsson atvinnumaður í knattspyrnu

Höskuldur Gunnlaugsson er atvinnumaður í fótbolta, spilar með Halmstad í Svíþjóð. Hann er mikill hugsuður og þar af leiðandi er virkilega gaman að eiga samtal við hann. Við spjölluðum um fótboltann þær hæðir og lægðir sem honum fylgja, fórum inná mataræði, föstu, hugleiðslu og hvernig hægt er að bæta sig sem mannveru og auðvitað margt fleira. 

Njótið vel!

10. desember 2017 : 10 Bestu Plötur Ársins

Herrans árinu 2017 fer nú loks að ljúka og í tilefni þess tók ég saman 10 bestu plötur ársins. Eftir útreikninga á listrænu gildi, persónulegri tengingu, menningarlegum áhrifum og þróun frá fyrri verkum listamannana notaðist ég við hávísindalega útilokunaraðferð til þess að komast að lokaniðurstöðu. Plötur sem komust ekki inn í topp tíu listann hlutu heiðursverðlaun og má finna þær neðst í færslunni í engri sérstakri röð. Íslenskar plötur voru ekki teknar til greina í þetta skipti, en ef svo væri ættu Í Nótt, Joey, Stund Milli Stríða Vol. 1 og Floni heima þarna einhverstaðar. 

30. nóvember 2017 : Podcast Arnórs: Pétur Marinó Jónsson, MMA sérfræðingur

Pétur Marinó Jónsson er MMA sérfræðingur þjóðarinnar. Hann lýsir UFC á Stöð 2 Sport, er ritstjóri vefsíðunnar MMAfréttir.is og varð Íslandsmeistari í Ju-jitsu árið 2016. Pétur og Arnór áttu skemmtilegt spjall um MMA.

27. nóvember 2017 : TOP BOY

Hin breska glæpa/drama þáttarröð “Top Boy” segir frá ævintýrum táningsins Ra'Nell og hvernig líf hans breytist þegar hann kemst í kynni við eiturlyfjasalanna Dushane og Sully.

2. nóvember 2017 : The Lion King endurgerð: Beyoncé, John Oliver, Seth Rogen og fleiri

Haltu í hestana þína því að sumarið 2019 kemur endurgerð af Lion King í kvikmyndahús! 

Disney hefur opinberað leikarahópinn en hann skartar stjörnum á borð við Beyoncé, John Oliver, James Earl Jones og Seth Rogen. Það hafa verið sögusagnir lengi um það að Beyoncé kæmi að myndinni en hún staðfesti þær með því að birta mynd af leikarahópnum á Facebook síðu sinni.

Myndin verður í svipuðum stíl og The Jungle Book sem kom út árið 2016, þ.e. ekki er um teiknimynd að ræða heldur ,,live-action“ mynd. Við munum því ekki sjá leikarana heldur tala þeir fyrir dýrin líkt og í myndinni frá '94.

30. október 2017 : Smooky MarGielaa

Hinn 15 ára Smooky MarGielaa er rappari sem hefur vakið mikla athygli síðastliðna mánuði fyrir skemmtilegan stíl, ungan aldur og ljúfa rödd sem minnir á ungan Justin Bieber. Smooky MarGielaa er þekktastur fyrir lögin “Stay 100” og “Mozart” ásamt því að hafa komið fram á 4 lögum af nýjasta mixteipi A$AP Mob.

Síða 1 af 7