Frammistaða Íslendinga á Crossfit Regionals

20. júní 2018

Helgina18. - 20. maí, fór fram European Regionals eða Evrópumótið í CrossFit. European Regionals er ein af níu svæðakeppnum sem haldnar eru um allan heim. Þeir sem keppa á þessum svæðamótum hafa allir unnið sér inn þátttökurétt í undankeppninni (CrossFit Open), sem er fimm vikna online keppni, sem mörg hundruð þúsundir CrossFitara taka þátt í. Af þessum mörg hundruð þúsundum eru fjörtíu karlar, fjörtíu konur og  þrjátíu lið sem vinna sér inn keppnisrétt á hverju svæðamóti. Það eru svo efstu fimm sætin á svæðamótunum (fjögur sæti á einhverjum svæðum) í hverjum flokki sem vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikana í CrossFit (CrossFit Games) sem fer fram í Madison, Wisconsin 1. -. 5. ágúst. Flokkarnir eru þrír, þ.e. karlaflokkur, kvennaflokkur og lið sem samanstendur af tveimur körlum og tveimur konum. Keppt er í einungis sex greinum á svæðamótunum og því ljóst að allt þarf að ganga nokkuð smurt fyrir sig til að tryggja sér sæti alla leið á Heimsleikana. Þetta er því yfirleitt hörku keppni fram á síðustu grein þar sem hart er bitist um þau fáu stig sem í boði eru.

Evrópukeppnin fór fram í Berlín að þessu sinni og hófst snemma morguns á föstudegi. Liðin kepptu á morgnana og einstaklingarnir tóku svo við um hádegið.  Íslendingar áttu einungis eitt lið að þessu sinni, CrossFit XY, sem endaði í 19. sæti eftir helgina.

Þrír keppendur frá Íslandi kepptu í karlarflokki, Björgvin Karl Guðmundsson, Sigurður Þrastarson og Árni Björn Kristjánsson.

Árni Björn Kristjánsson

Þeir stóðu sig allir mjög vel og Sigurður vann til að mynda fyrstu greinina og setti heimsmet með sínum tíma þar. Hann endaði svo í 18. sæti og fyrrum liðsfélagi hans, Árni Björn, tók næsta sæti á eftir eða 19. sætið. Það verður að teljast ótrúlega góður árangur í feiknasterkri keppni.

Björgvin Karl átti ef til vill ekki bestu byrjunina en hann meiddist örfáum dögum fyrir keppni sem tók sinn toll. Hann náði þó að tryggja sér síðasta sætið á Heimsleikana og endaði í fimmta sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson

Í kvennaflokki kepptu fimm íslenskar stúlkur, þær Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir, Björk Óðinsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.

Kvennakeppninn var ekki síður spennandi en karlakeppnin og stelpurnar stóðu sig frábærlega. Annie Mist sigraði keppnina og Ragnheiður Sara lenti í þriðja sæti. Þær stöllur eru því báðar á leið á Heimsleikana!  Þuríður endaði í 8. Sæti, Björk í því 9. og Sólveig, sem var að keppa í fyrsta skipti sem einstaklingur á Evrópumótinu, endaði í 34. sæti.

Björk Óðinsdóttir

Sólveig Sigurðardóttir

Íslendingar áttu einnig tvo kandídáta sem kepptu á öðrum svæðum þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur og (Oddrúnu) Eik Gylfadóttur. Katrín keppti í East Regionals (USA) og sigraði þá keppni með þó nokkrum yfirburðum og er því að leið á Heimsleikana ásamt Eik sem keppti í Merdian Regionals og tók þar þriðja sætið.

Þær eru því fjórar íslensku stúlkurnar og einn piltur sem tryggðu sér sæti á Heimsleikana eftir svæðamótin.

Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

Þau eru þó ekki einu íslensku keppendurnir því einnig hafa tryggt sér sæti þrjú ungmenni sem keppa í flokki unglinga en það er þau Birta Líf Þórarinsdóttir (14-15 ára), Brynjar Ari Magnússon (14-15 ára) og Katla Ketilsdóttir (16-17 ára). 


FITAID er stoltur styrktaraðili The Crossfit Games - Þú færð FITAID í H Verslun