19. maí 2017 : Nærmynd: Katrín Ásbjörns knattspyrnukona

Hún Katrín Ásbjörnsdóttir knattspyrnukona í Stjörnunni er í Nærmynd hjá okkur þessa vikuna. Katrín hefur verið að raða inn mörkum fyrir Stjörnuna það sem af er af sumri og hefur gengið vel. Katrín er með mikla "fóbíu" fyrir tám og elskar að drekka bjór og fara í Fifa.

Edda3

17. maí 2017 : Stuðningsmenn: Edda Sif Pálsdóttir

Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum, sól og fótboltaleikur er uppskrift að góðum sumardegi hjá Eddu Sif Pálsdóttur fréttakonu. Edda er uppalin í Garðabæ en er gallharður stuðningsmaður ÍBV. Ástæðun fyrir því að ÍBV á hug hennar og hjarta má rekja til þess að pabbi hennar dró hana með sér á alla fótboltaleiki með ÍBV frá unga aldri, en sjálf æfði Edda Sif handbolta og fótbolta með Stjörnunni. Við fengum hana í smá spjall um sumarið og boltann.

15. maí 2017 : Nærmynd: Sindri Snær knattspyrnumaður

Húmoristinn og Breiðhyltingurinn Sindri Snær Magnússon er í Nærmynd á H Magasín þessa vikuna. Sindri er uppalinn í Breiðholti og er því ÍR-ingur að upplagi en nú spilar hann fótbolta með meistaraflokki ÍBV og er búsettur í Vestmannaeyjum. Hann er útskrifaður úr hátækniverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík og starfar sem forritari hjá Advania. 

5. maí 2017 : Nærmynd: Ása Regins

Hún Ása María Reginsdóttir er í Nærmynd á H Magasín þessa vikuna. Ása er búsett með Emil eiginmanninum sínum og tveimur börnum á Ítalíu. Ása er að byrja með sín eigin fyrirtæki þau PomPoms & co, OLIFA og Cantina og er að koma þeim á kortið þessa stundina. 

Damir H Magasín

1. maí 2017 : Damir Muminovic knattspyrnumaður í Nærmynd

Hörkuleikir voru spilaðir í gær þegar Pepsi deild karla fór af stað. Breiðablik spilar fyrsta leik sumarsins í dag en þeir mæta KA á Kópavogsvelli. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, hefur átt fast sæti í vörn liðsins í nokkurn tíma en hann hefur leikið yfir 100 leiki með félaginu. Það verður gaman að fylgjast með Damir og strákunum í Breiðablik í sumar.

27. apríl 2017 : Sonný Lára knattspyrnukona í Nærmynd

Húmoristinn og knattspyrnukonan Sonný Lára er í Nærmynd á H Magasín þessa vikuna. Sonný Lára er uppalin í Fjölni í Grafarvoginum en spilar nú með meistaraflokki Breiðabliks. Hún hefur orðið Bikar- og Íslandsmeistari með Breiðablik og spilar einnig með A-landsliðinu. Pepsi deild kvenna fer af stað í dag og Breiðablik spilar sinn fyrsta leik á móti FH á Kópavogsvelli. Við hlökkum mikið til að fylgjast með stelpunum í sumar.

14-11-13atlason_2063991599

19. apríl 2017 : Arnór Atlason í Nærmynd

Handknattleiksmaðurinn Arnór Atlason og leikmaður úrvalsdeildarliðsins Álaborg í Danmörku er í Nærmynd á H Magasín þessa vikuna. Flestir sem fylgjast með handbolta ættu að kannast við Arnór þar sem hann er lykilmaður í handboltalandsliðinu okkar og hefur verið það lengi. Arnór hefur spilað 178 landsleiki fyrir Ísland og skorað 412 mörk og hann var í liði Íslands sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann tók sér tíma til þess að svara nokkrum spurningum fyrir okkur hér á H Magasín.

6. apríl 2017 : Eva Ruza í Nærmynd

Húmoristinn og athafnakonan Eva Ruza er í Nærmynd á H Magasín þessa vikuna. Flestir ættu að kannast við Evu Ruzu en þessi mikli gleðigjafi hefur verið áberandi síðastliðið ár, meðal annars sem kynnir í Color Run hlaupinu, fréttamaður á Eurovision og kynnir á Miss Universe Iceland keppninni. Þó svo að Eva sé mjög upptekin þessa dagana, en hún er stjarna á sinni eigin sjónvarpsstöð á Snapchat, þá gaf hún sér tíma til að setjast niður með okkur á H Magasín og svara nokkrum spurningum.