25. október 2018 : Millivegurinn: Dóri DNA

Húmoristinn og þúsundþjalasmiðurinn Dóri DNA kíkti til strákana í Milliveginum. Þeir spjölluðu meðal annars um grín, málfrelsi, lífstílsbreytingar, stóra Nova málið, ketó og veganisma!

16. október 2018 : Millivegurinn: Katrín Tanja

Hraustasta kona í heimi Katrín Tanja kíkti á okkur í Milliveginn og ræddi við okkur meðal annars um mótlæti, tilgang lífsins, andlega þáttinn, morgunrútínuna og að sjálfsögðu Crossfit.

8. janúar 2018 : Podcast Arnórs: Höskuldur Gunnlaugsson atvinnumaður í knattspyrnu

Höskuldur Gunnlaugsson er atvinnumaður í fótbolta, spilar með Halmstad í Svíþjóð. Hann er mikill hugsuður og þar af leiðandi er virkilega gaman að eiga samtal við hann. Við spjölluðum um fótboltann þær hæðir og lægðir sem honum fylgja, fórum inná mataræði, föstu, hugleiðslu og hvernig hægt er að bæta sig sem mannveru og auðvitað margt fleira. 

Njótið vel!

30. nóvember 2017 : Podcast Arnórs: Pétur Marinó Jónsson, MMA sérfræðingur

Pétur Marinó Jónsson er MMA sérfræðingur þjóðarinnar. Hann lýsir UFC á Stöð 2 Sport, er ritstjóri vefsíðunnar MMAfréttir.is og varð Íslandsmeistari í Ju-jitsu árið 2016. Pétur og Arnór áttu skemmtilegt spjall um MMA.

29. september 2017 : Podcast Arnórs: Fanndís Friðriksdóttir landsliðskona

Hún Fanndís Friðriksdóttir er landsliðskona í knattspyrnu. Hún stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Arnór spjallaði við hana um fótboltann, EM, atvinnumennskuna og það sem framundan er hjá henni í nýju liði í Frakklandi.

Arnar-P-Podcast

30. ágúst 2017 : Podcast Arnórs: Arnar Pétursson hefur nælt sér í 8 Íslandsmeistaratitla á árinu

Hlauparinn Arnar Pétursson kom eins og stormur inn í hlaupaheiminn árið 2009 þegar hann hljóp sitt fyrsta maraþon, þá aðeins 18 ára gamall. Hann hafnaði í öðru sæti íslenskra keppenda á tímanum 2:55. Á dögunum varð Arnar Íslandsmeistari í Maraþoni þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjarvíkurmaraþoninu á tímanum 2:28. Arnór Sveinn settist niður með Arnari og ræddu þeir um hlaupin, mataræði sem felur í sér að fasta, jarðtengingu og margt fleira í mjög áhugaverðu spjalli.

6. júlí 2017 : Podcast Arnórs: Soccer and Education um fótboltann og háskólalífið í USA

Hefur þig dreymt um að fara til Bandaríkjanna í háskóla á styrk? Jóna Kristín og Brynjar stofnendur og eigendur Soccer and Education kíktu í smá spjall til Arnórs og ræddu um fótboltann, æfingarnar og daglega lífið í bandarískum háskólum. Bjarki Aðalsteinsson, leikmaður Leiknis, kíkti líka í spjall og talaði um sína reynslu af háskólalífinu í Bandaríkjunum.

Hallur og Arnþór

17. mars 2017 : Podcast Arnórs: Arnþór Ingi og Hallur Flosa

Hallur Flosason og Arnþór Ingi Kristinsson eru gestir Arnórs í nýju podcasti. Arnþór og Hallur hafa verið að taka cover lög hérna inn á H Magasín og höfum við nefnt þá sem Skagadúettinn. Arnór tekur létt og skemmtilegt spjall við Skagadúettinn sjálfan og þeir frændur svara hinum ýmsum spurningum frá Arnóri allt frá fótboltanum, tónlistina og lífið sjálft. Allir þrír eiga það sameiginlegt að spila í Pepsi deildinni og allir í sitthvoru liðinu. Endilega hlustið á strákana, sem rifu upp gítarinn í beinni og tóku lagið Rúllupp eftir Aron Can.

Oliver

29. janúar 2017 : Podcast Arnórs: Oliver Sigurjónsson

Hann Oliver er knattspyrnumaður, fyrirliði U21 árs landsliðsins og leikmaður Breiðabliks í Pepsi deild karla. Oliver fór í atvinnumennsku þegar hann var 16 ára og spilaði með AGF í Århus frá árunum 2012-2014. Hann hélt svo aftur heim í Breiðablik, sitt uppeldisfélag, árið 2014. Arnór settist niður með Oliver og fóru þeir yfir fótboltann, hugarfar, markmiðasetningu og lífið almennt.

Bergsveinn

8. janúar 2017 : Podcast Arnórs: Bergsveinn Ólafsson

Hann Bergsveinn Ólafsson er knattspyrnumaður og er uppalinn í Fjölni í Grafarvogi. Nú spilar hann með Íslandsmeisturum FH en hann gekk til liðs við félagið árið 2015. Hann ákvað að byrja að fylgja vegan mataræði fyrir einu og hálfu ári síðan. Hér heyrum við Arnór Svein ræða við Bergsvein um það hvernig hann tæklar mataræðið og lífið.