14. júní 2018 : Blackstar

Héldum upp á sumarið með pop-up pizzapartý Blackbox x Converse = Blackstar. Á boðstólnum voru eldbakaðar súrdegis pizzur og ískaldur Tuborg. Egill Spegill, Dadykewl, Þorri og Sturla Atlas héldu uppi stemningunni með ljúfum tónum. 
Hér eru myndir af þessu vel heppnaða kvöldi! Næsta Blackstar partý verður í byrjun júlí, mælum með því að þið fylgist með Blackbox á Instagram til þess að missa ekki af næsta teiti. 

10. desember 2017 : 10 Bestu Plötur Ársins

Herrans árinu 2017 fer nú loks að ljúka og í tilefni þess tók ég saman 10 bestu plötur ársins. Eftir útreikninga á listrænu gildi, persónulegri tengingu, menningarlegum áhrifum og þróun frá fyrri verkum listamannana notaðist ég við hávísindalega útilokunaraðferð til þess að komast að lokaniðurstöðu. Plötur sem komust ekki inn í topp tíu listann hlutu heiðursverðlaun og má finna þær neðst í færslunni í engri sérstakri röð. Íslenskar plötur voru ekki teknar til greina í þetta skipti, en ef svo væri ættu Í Nótt, Joey, Stund Milli Stríða Vol. 1 og Floni heima þarna einhverstaðar. 

27. nóvember 2017 : TOP BOY

Hin breska glæpa/drama þáttarröð “Top Boy” segir frá ævintýrum táningsins Ra'Nell og hvernig líf hans breytist þegar hann kemst í kynni við eiturlyfjasalanna Dushane og Sully.

30. október 2017 : Smooky MarGielaa

Hinn 15 ára Smooky MarGielaa er rappari sem hefur vakið mikla athygli síðastliðna mánuði fyrir skemmtilegan stíl, ungan aldur og ljúfa rödd sem minnir á ungan Justin Bieber. Smooky MarGielaa er þekktastur fyrir lögin “Stay 100” og “Mozart” ásamt því að hafa komið fram á 4 lögum af nýjasta mixteipi A$AP Mob.

18. október 2017 : Baka Not Nice

Hinn 38 ára Travis Savoury, einnig þekktur sem Baka eða Baka Not Nice er einn af bestu vinum Drake og meira að segja fyrrverandi öryggisvörður hans. Síðastliðinn júní skrifaði Baka hinsvegar undir samning hjá OVO Sound, plötufyrirtækinu hans Drake.

 

27. september 2017 : Lil Wayne - 35 ára

Hamingju- og heillaóskir eru það sem einn besti rappari allra tíma, Lil Wayne, á skilið í dag. Lil Wayne er 35 ára í dag, þann 27. September. Hér að neðan mun ég fara yfir það besta sem hann hefur gefið út á sínum tuttugu ára ferli, ásamt stuttri kynningu á manninum, Dwayne Michael Carter Jr.

 

16. september 2017 : Nike/OFF WHITE "The Ten: A Crash Course"

Hinn mikli Virgil Abloh fagnaði nýju Nike-skólínu sinni í London í vikunni með svokölluðum “Crash Course”. Boðið var upp á mismunandi kúrsa eins og t.d að endurbyggja og hanna þinn eigin Nike skó út frá gömlum og klassískum módelum, hanna þinn eigin bol, útihlaupskúrs, búa til þitt eigið “zine” og síðast en ekki síst; kúrs um hvernig eigi að búa til playlista og DJa. Hér er hægt að sjá fullan lista yfir kúrsana .

25. ágúst 2017 : Íslenskir rapparar ræða íslenskt rapp

Hröð uppleið íslensku rapp-senunnar í bæði vinsældum og gæðum hefur verið mér mikið hugðarefni síðustu daga. Ástæða þessarar uppsveiflu íslensks rapps er vissulega samspil margra mismunandi þátta; brautryðjandi tónlist Gísla Pálma, auðvelt aðgengi að tónlistarbúnaði vegna tækniframfara, auknar vinsældar rapptónlistar á heimsvísu og margt fleira. Eitt sem ég hef sérstaklega tekið eftir í íslensku rapp-senunni er samstaða rapparanna, allir eru vinir og íslenskt rapp-beef hefur tæplega sést í mörg ár. Að einhverju leyti er þetta líkt því sem er í gangi í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar eru allir vinir, vinna saman, styðja hver annan og þannig stjórna þeir leiknum í sameiningu. Til þess að fá betri heildarsýn á íslenska rappmenningu hafði ég samband við nokkra íslenska rappara og spurði þá alla sömu spurninganna um íslensku rapp senuna:

  1. Hvaða Íslendingur hefur haft mest áhrif á tónlistina þína?

  2. Hver er uppáhalds íslenski rapparinn þinn í dag?

  3. Hver er besti íslenski rappari allra tíma?

  4. Hver er besta íslenska rapp-plata allra tíma?

11. ágúst 2017 : Hvernig á að Komast Inn í Emo Rap

Hörmung, eiturlyf, mislukkuð ástarsambönd, sjálfsmorðshugleiðingar og merkjavörur eru helstu umfjöllunarefni þessarar nýju tónlistarstefnu sem sprottið hefur upp frá dimmstu hornum internetsins yfir í alheimsathygli. Þessi nýja tónlistarstefna nefnist “emo rap” og blandar hún oftast pörtum af rapp- og rokktónlist saman á sérstakan hátt.

Nike-179

21. júlí 2017 : Sjáðu myndir frá #sneakerball_rvk

Sneakerball var haldið í Gamla Bíó þann 15. júlí síðastliðin. Fram komu DJ Jay-O, Alexander Jarl, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier, Sturla Atlas og Emmsjé Gauti. Allir mættu í sínum flottustu Nike skóm og stemningin var ótrúleg.

Síða 1 af 3