20. júní 2018 : Frammistaða Íslendinga á Crossfit Regionals

Helgina18. - 20. maí, fór fram European Regionals eða Evrópumótið í CrossFit. European Regionals er ein af níu svæðakeppnum sem haldnar eru um allan heim. Þeir sem keppa á þessum svæðamótum hafa allir unnið sér inn þátttökurétt í undankeppninni (CrossFit Open), sem er fimm vikna online keppni, sem mörg hundruð þúsundir CrossFitara taka þátt í. Af þessum mörg hundruð þúsundum eru fjörtíu karlar, fjörtíu konur og  þrjátíu lið sem vinna sér inn keppnisrétt á hverju svæðamóti. Það eru svo efstu fimm sætin á svæðamótunum (fjögur sæti á einhverjum svæðum) í hverjum flokki sem vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikana í CrossFit (CrossFit Games) sem fer fram í Madison, Wisconsin 1. -. 5. ágúst. Flokkarnir eru þrír, þ.e. karlaflokkur, kvennaflokkur og lið sem samanstendur af tveimur körlum og tveimur konum. Keppt er í einungis sex greinum á svæðamótunum og því ljóst að allt þarf að ganga nokkuð smurt fyrir sig til að tryggja sér sæti alla leið á Heimsleikana. Þetta er því yfirleitt hörku keppni fram á síðustu grein þar sem hart er bitist um þau fáu stig sem í boði eru.

14. júní 2018 : Blackstar

Héldum upp á sumarið með pop-up pizzapartý Blackbox x Converse = Blackstar. Á boðstólnum voru eldbakaðar súrdegis pizzur og ískaldur Tuborg. Egill Spegill, Dadykewl, Þorri og Sturla Atlas héldu uppi stemningunni með ljúfum tónum. 
Hér eru myndir af þessu vel heppnaða kvöldi! Næsta Blackstar partý verður í byrjun júlí, mælum með því að þið fylgist með Blackbox á Instagram til þess að missa ekki af næsta teiti. 

16. september 2017 : Nike/OFF WHITE "The Ten: A Crash Course"

Hinn mikli Virgil Abloh fagnaði nýju Nike-skólínu sinni í London í vikunni með svokölluðum “Crash Course”. Boðið var upp á mismunandi kúrsa eins og t.d að endurbyggja og hanna þinn eigin Nike skó út frá gömlum og klassískum módelum, hanna þinn eigin bol, útihlaupskúrs, búa til þitt eigið “zine” og síðast en ekki síst; kúrs um hvernig eigi að búa til playlista og DJa. Hér er hægt að sjá fullan lista yfir kúrsana .

Nike-179

21. júlí 2017 : Sjáðu myndir frá #sneakerball_rvk

Sneakerball var haldið í Gamla Bíó þann 15. júlí síðastliðin. Fram komu DJ Jay-O, Alexander Jarl, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier, Sturla Atlas og Emmsjé Gauti. Allir mættu í sínum flottustu Nike skóm og stemningin var ótrúleg.

10. júlí 2017 : Sneakerball RVK

Hið árlega Sneakerball hjá Nike á Íslandi verður haldið í Gamla Bíó þann 15. júlí eða næstkomandi laugardag. Það eru aðeins tvær reglur eins og undanfarin ár: 1) þú verður að taka fram Nike skóna þína og koma í þeim á þennan viðburð 2) þú verður að hafa boðsmiða. 

22. júní 2017 : CONVERSE x H Magasín

H Magasín hélt H tíð með Converse í síðastliðinni viku. Gestum var boðið að koma og skoða nýju sumarlínuna frá Converse en það verður klárlega eitt af heitustu merkjunum þetta sumarið. Skórnir eru klassískir, passa við allt og úrvalið er heillandi. Við erum mjög heit fyrir Chuck Taylor 2 týpunni en þeir eru með Lunarlon innlegg. H Magasín var á staðnum og myndaði gesti og gangandi. 

Unnamed

8. júní 2017 : DJ Dóra Júlía: Óvart einn heitasti DJ landsins

Hún slysaðist eiginlega út í að verða DJ en er í dag ein af heitustu DJ-um landsins. Dóra Júlía Agnarsdóttir hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru og það er mjög gaman að fylgjast með henni en hún elskar að gera vel við sig og njóta lífsins. Á morgun fer af stað Lunch Beat verkefni sem hún vinnur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Torg í Biðstöðu. Veislan verður á Óðinstorgi á morgun, föstudag 9.júní, klukkan 12 og allir eru hjartanlega velkomnir! Við fengum Dóru til að segja okkur frá sér, sínum verkefnum og lífinu.

24. febrúar 2017 : H Tíð í Petersen svítunni

H Magasín hélt H Tíð í Petersen svítunni þann 2. febrúar síðastliðinn. Opnunarpartý vefsíðunnar heppnaðist þvílíkt vel og þar komu meðal annars fram Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Hildur og DJ Jay-O sem héldu uppi stuðinu. 

Sónar Reykjavík

15. febrúar 2017 : Um helgina: Sónar Reykjavík

H Tíð í Hörpunni! Það er óhætt að fullyrða að öllu verði til tjaldað þegar tónlistarveislan Sónar Reykjavík fer fram í Hörpunni dagana 16.-18. febrúar næstkomandi en fjöldi þekktra innlendra og erlendra tónlistarmanna munu stíga á svið á hátíðinni. Sem dæmi má nefna De La Soul, FM Belfast, GusGus, Fatboy Slim, Tommy Genesis og fleiri .