Instagram vikunnar: Katrín Steinunn

28. september 2017

Heilsu skvísan Katrín Steinunn er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hún æfir spretthlaup hjá ÍR en hefur alla tíð verið mikið í íþróttum. Hennar helstu áhugamál eru íþróttir og aðrir heilsutengdir þættir eins og mataræði, æfingar, hugarþjálfun o. fl., ásamt því að vera með fjölskyldu, vinum og kanínunni sinni honum Pusa. Við fengum að spyrja Katrínu nokkurra spurninga og forvitnast um hennar heilsusamlega lífstíl. 

 

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Sporty casual. Ég er alltaf í hvítum sneakers og leðurjakka eða kápu við.

Hver er þín uppáhalds Nike flík?

Anorakkur sem virkar bæði á æfingar og hversdags.

Hverjir eru þínir uppáhalds skór í ræktina?

Ég hleyp í LunarEpic Flyknit skóm og Zoom Ja Fly göddum.

Hvernig æfir þú?

Ég æfi 5-6x í viku og inní því eru 3x hlaupaæfingar og 2-3x lyftingaæfingar. Ég tek alltaf hvíld eða active recovery á sunnudögum og stundum á fimmtudögum líka þegar æfingamagnið er mikið.

Hvað er efst á óskalistanum?

Metcons eða Romaleos skór fyrir lyftingarnar! Get ekki ákveðið mig.. kannski báðir :)

Hver er þín uppáhalds búð?

Niketown í London er my all time fav en ef það eru ekki íþróttaföt þá versla ég mest í Aritzia, Topshop og Zara. Húrra Reykjavík er líka geggjuð.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í haust/vetur?

Hlaupabuxur sem síga ekki niður, hlýja peysu fyrir útiæfingar og skó sem henta þínum æfingum/hlaupum.

Hver eru þín plön fyrir haustið/veturinn?

Mæta alltaf í skólann, æfa skynsamlega, lifa í núinu og verða betri á öllum sviðum!

Instagram:  katrinsteinunn