Instagram vikunnar: Sædís Lea

7. nóvember 2017

Háskólaneminn Sædís Lea er 21 árs gömul Kópavogsmær. Hún leggur stund á viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur samhliða því í Bláa Lóninu. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, íþróttir og auðvitað að njóta með fjölskyldu og vinum. 

 Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Hann er frekar blandaður myndi ég segja, allt á milli þess að vera nútímalegur, kvenlegur, afslappaður og töffaralegur.

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

Ég fæ mikinn innblástur frá fólkinu í kringum mig og einnig á Instagram.

Hver er þín uppáhalds flík?

Kjóllinn minn frá Mads Nørgaard er í miklu uppáhaldi.

Hverjir eru þínir uppáhalds skór?

Air Force Upstep frá Nike sem ég keypti í Húrra Reykjavík fyrir stuttu.

Hvað er efst á óskalistanum?

Mig hefur lengi langað í góðar útvíðar high wasted buxur sem passa vel á mig en þær eru ekki enn fundnar, svo þær eru klárlega efst á listanum.

Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?

Hér heima eru þær Zara, Húrra Reykjavík og Geysir en erlendis eru &Other Stories og Acne Studios í uppáhaldi.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í haust/vetur?

Klárlega hlýjar og stórar yfirhafnir og þykkar peysur. Síðan finnst mér algjört möst að eiga góð ilmkerti til að gera enn meira kósý þegar snjórinn fer að falla.

Hver eru þín plön í haust/vetur?

Þar sem það er að styttast í lokapróf hjá mér þá mun ég gera fátt annað en að læra næstu vikur. Við mamma erum síðan að fara í mæðgnaferð til Edinborgar í lok nóvember að njóta og versla jólagjafir. Svo er planið að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum í desember.

Instagram: saedislea