23. febrúar 2018 : Houdini í vetur

Halló H magasín! Það er orðið ansi langt síðan síðast. 
Ég setti mér það markmið í byrjun árs að vera duglegri að stunda útivist af ýmsu tagi. Ég vildi nýta veturinn í að fara á snjóbretti, í fjallgöngur og göngutúra ásamt því að túristast meira þegar ég er erlendis í stoppum vegna vinnu. Ég fór því í leiðangur í leit af hentugum útivistarfatnaði en ég vildi fá mér létta úlpu sem ég gæti tekið með mér í ameríkuflug og sem ég gæti notað við þessa helstu útivist. Ég átti nú þegar þykka dúnúlpu sem ég notaði mikið dagsdaglega en fannst ekki hentug í einhverja hreyfingu. Ég var ekki lengi að taka ákvörðun þegar þessi sjúklega flotta úlpa blasti við mér í H-verslun. 

12. desember 2017 : Nike kynnir til leiks 6 nýjar æfingabuxur fyrir konur

Húrra fyrir nýjum æfingabuxum frá Nike. Það er alltaf gaman að sjá nýjasta nýtt frá þeim og dressa sig upp hvort sem það er fyrir æfingu, skólann, vinnuna eða hvaðeina. Þessar buxur eru væntanlegar til landsins og við erum vægast sagt spennt fyrir þeim!

22. nóvember 2017 : Instagram vikunnar: Ólafur Alexander

Húrra Reykjavík er eins og flestir vita með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu tísku. Ólafur Alexander er snillingurinn á bakvið samfélagsmiðla Húrra Reykjavík en þar starfar hann sem markaðs- og samfélagsmiðlastjóri. Ásamt því að sjá um eitt flottasta Instagram landsins er hann sjálfur virkur á sínu eigin grammi. Óli er 23 ára og auk þess að vera virkur á samfélagsmiðlum spilar hann á gítar í hljómsveitinni Vök. Það gefur því auga leið hver aðal áhugamál hans eru: tíska & tónlist. 

Inga-Fanney-Reportage

15. nóvember 2017 : Inga Fanney fjallahlaupari kolféll fyrir Houdini Sportswear

Houdini er hágæða sænskt útivistarmerki sem er nýtt á markaði hérlendis. Vörur Houdini eru hannaðar til að auðvelda fólki að upplifa meira, afkasta meiru og skemmta sér betur án þess að raska náttúrunni. Houdini vörurnar eru vandaðar útivistarflíkur sem eru tæknilegar, þægilegar, teygjanlegar og á sama tíma mjög töff dagsdaglega.

15. nóvember 2017 : GLAMOUR X ELLINGSEN

Hiking in the hood eða gengið í grenndinni er myndaþáttur sem Ellingsen gerði í samstarfi við Glamour. Þar er að finna margar glæsilegar myndir, þar á meðal af Houdini útivistarfatnaðinum sem er nýtt hágæða útivistarmerki hér á landi. Á myndunum fær náttúran að skarta sínu fegursta ásamt glæsilegum útvistarfatnaði. Hér koma nokkrar vel valdar myndir úr myndaþættinum. 

7. nóvember 2017 : Instagram vikunnar: Sædís Lea

Háskólaneminn Sædís Lea er 21 árs gömul Kópavogsmær. Hún leggur stund á viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur samhliða því í Bláa Lóninu. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, íþróttir og auðvitað að njóta með fjölskyldu og vinum. 

27. október 2017 : Instagram vikunnar: Hugrún Elvarsdóttir

Hugrún Elvarsdóttir er 23 ára stelpa úr Garðabænum sem hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Hún býr í Bandaríkjunum þar sem hún er í námi í stjórnmálafræði ásamt því að spila fótbolta. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, tónlist og njóta lífsins með sínum nánustu. 

18. október 2017 : Þráhyggja fyrir nýju merki: Houdini Sportswear

Houdini er hágæða sænskt útivistarmerki sem er nýtt á markaði hérlendis. Vörur Houdini eru hannaðar til að auðvelda fólki að upplifa meira, afkasta meiru og skemmta sér betur án þess að raska náttúrunni. Houdini vörurnar eru vandaðar útivistarflíkur sem eru tæknilegar, þægilegar, teygjanlegar og á sama tíma mjög töff dagsdaglega.

Sjálfbærni og fjölnotagildi eru lykilatriði í framleiðslunni. Fyrirtækið sker sig úr flóru útvistarmerkja því það framfylgir afar strangri umhverfisstefnu. Af þeim efnum sem notuð eru í fatnað Houdini eru 91% ýmist endurunnin, endurvinnanleg og/eða niðurbrjótanleg í náttúrunni.

Þóra Tómasdóttir skrifar: 

12. október 2017 : Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Háskólaneminn Rakel Grímsdóttir er 25 ára stelpa frá Seltjarnarnesi. Hún leggur stund á lögfræði í Háskóla Íslands, ásamt því að vera í flugnámi og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er alger heimsborgari og hefur gaman af því að ferðast, en sjálf hefur hún búið bæði í Þýskalandi og Brasilíu. Rakel leggur uppúr því að njóta lífsins og hafa gaman af því sem hún er að gera. 

5. október 2017 : Innblástur fyrir haustið: Þægileg og töff tíska

Haustið hefur nú heldur betur gert vart við sig og það kólnar með hverjum deginum. Flestir eru komnir í gömlu góðu rútínuna eftir sumarið og jafnvel farnir að hugsa um veturinn og jólin. Við á H Magasín tókum saman nokkur lúkk fyrir haustið sem eru allt í senn töff, þægileg, hlý og kósí.

Síða 2 af 8