Inga-Fanney-Reportage

15. nóvember 2017 : Inga Fanney fjallahlaupari kolféll fyrir Houdini Sportswear

Houdini er hágæða sænskt útivistarmerki sem er nýtt á markaði hérlendis. Vörur Houdini eru hannaðar til að auðvelda fólki að upplifa meira, afkasta meiru og skemmta sér betur án þess að raska náttúrunni. Houdini vörurnar eru vandaðar útivistarflíkur sem eru tæknilegar, þægilegar, teygjanlegar og á sama tíma mjög töff dagsdaglega.

15. nóvember 2017 : GLAMOUR X ELLINGSEN

Hiking in the hood eða gengið í grenndinni er myndaþáttur sem Ellingsen gerði í samstarfi við Glamour. Þar er að finna margar glæsilegar myndir, þar á meðal af Houdini útivistarfatnaðinum sem er nýtt hágæða útivistarmerki hér á landi. Á myndunum fær náttúran að skarta sínu fegursta ásamt glæsilegum útvistarfatnaði. Hér koma nokkrar vel valdar myndir úr myndaþættinum. 

7. nóvember 2017 : Instagram vikunnar: Sædís Lea

Háskólaneminn Sædís Lea er 21 árs gömul Kópavogsmær. Hún leggur stund á viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur samhliða því í Bláa Lóninu. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, íþróttir og auðvitað að njóta með fjölskyldu og vinum. 

27. október 2017 : Instagram vikunnar: Hugrún Elvarsdóttir

Hugrún Elvarsdóttir er 23 ára stelpa úr Garðabænum sem hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Hún býr í Bandaríkjunum þar sem hún er í námi í stjórnmálafræði ásamt því að spila fótbolta. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, tónlist og njóta lífsins með sínum nánustu. 

18. október 2017 : Þráhyggja fyrir nýju merki: Houdini Sportswear

Houdini er hágæða sænskt útivistarmerki sem er nýtt á markaði hérlendis. Vörur Houdini eru hannaðar til að auðvelda fólki að upplifa meira, afkasta meiru og skemmta sér betur án þess að raska náttúrunni. Houdini vörurnar eru vandaðar útivistarflíkur sem eru tæknilegar, þægilegar, teygjanlegar og á sama tíma mjög töff dagsdaglega.

Sjálfbærni og fjölnotagildi eru lykilatriði í framleiðslunni. Fyrirtækið sker sig úr flóru útvistarmerkja því það framfylgir afar strangri umhverfisstefnu. Af þeim efnum sem notuð eru í fatnað Houdini eru 91% ýmist endurunnin, endurvinnanleg og/eða niðurbrjótanleg í náttúrunni.

Þóra Tómasdóttir skrifar: 

12. október 2017 : Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Háskólaneminn Rakel Grímsdóttir er 25 ára stelpa frá Seltjarnarnesi. Hún leggur stund á lögfræði í Háskóla Íslands, ásamt því að vera í flugnámi og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er alger heimsborgari og hefur gaman af því að ferðast, en sjálf hefur hún búið bæði í Þýskalandi og Brasilíu. Rakel leggur uppúr því að njóta lífsins og hafa gaman af því sem hún er að gera. 

5. október 2017 : Innblástur fyrir haustið: Þægileg og töff tíska

Haustið hefur nú heldur betur gert vart við sig og það kólnar með hverjum deginum. Flestir eru komnir í gömlu góðu rútínuna eftir sumarið og jafnvel farnir að hugsa um veturinn og jólin. Við á H Magasín tókum saman nokkur lúkk fyrir haustið sem eru allt í senn töff, þægileg, hlý og kósí.

28. september 2017 : Instagram vikunnar: Katrín Steinunn

Heilsu skvísan Katrín Steinunn er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hún æfir spretthlaup hjá ÍR en hefur alla tíð verið mikið í íþróttum. Hennar helstu áhugamál eru íþróttir og aðrir heilsutengdir þættir eins og mataræði, æfingar, hugarþjálfun o. fl., ásamt því að vera með fjölskyldu, vinum og kanínunni sinni honum Pusa. Við fengum að spyrja Katrínu nokkurra spurninga og forvitnast um hennar heilsusamlega lífstíl. 

18. september 2017 : Inika Organic: Kynningarpartý

Hágæða snyrtivörumerkið Inika Organic er komið til landsins. Slagorð merkisins er: "Hrein bylting í fegurð" sem og þetta er. Merkið er upprunalega frá Ástralíu og eru vörur Inika allar hreinar, vegan, ekki prófaðar á dýrum og úr náttúrulegum efnum og olíum. Inika hélt kynningarpartý á dögunum og þar var verið að kynna merkið. Konur komu og sögðu frá sinni reynslu af merkinu og hafði það breytt ýmsu fyrir þær sem hafa verið að standa í húðvandamálum í gegnum tíðina. Hér fylgir smá myndaspyrpa og myndband frá þessum stórglæsilega viðburði.

31. ágúst 2017 : Instagram vikunnar: Andrea Röfn

Heimshornaflakkarinn Andrea Röfn svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur á H Magasín en hún hefur lengi verið áberandi fyrir einstaklega flottan stíl á Instagram.

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér?

Ég er fyrirsæta hjá Eskimo, starfsmaður Húrra Reykjavík, bloggari á Trendnet og viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Hef mjög gaman af því að skoða heiminn, spila golf, renna mér á snjóbretti og almennt njóta lífsins með fólkinu mínu. Flutti nýlega til Aþenu ásamt Arnóri kærastanum mínum og er smátt og smátt að aðlagast hlýja loftslaginu og eldheitu Grikkjunum sem eru gjörólíkir Íslendingum.

Síða 2 af 8