12. mars 2018 : Instagram vikunnar: Anna S. Bergmann

H-tískuáhugakonan Anna S. Bergmann er 22 ára Garðarbæjarmær. Frá því hún man eftir sér hefur hún haft mikinn áhuga á fötum, skóm og öllu sem tengist tískuheiminum. Hún bjó í London í tvö ár þar sem hún lagði stund á nám í Fashion Management. Hún áætlar svo að flytja til Milano í haust þar sem hún ætlar að klára námið. Anna skrifar um ástríðu sína á tískuheiminum, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl á lífsstílsvefnum www.femme.is en ásamt því að hafa áhuga á tísku hreyfir hún sig mikið og hefur ánægju af því að hugsa bæði um líkama og sál.

23. febrúar 2018 : Instagram vikunnar: Sara Lind Teits

Hver er Sara Lind Teitsdóttir? Tvítug stelpa úr Reykjanesbæ sem hefur mikinn áhuga á tísku og öllu sem því tengist. Hún er að klára stúdentinn í fjarnámi og vinnur í fullu starfi á Keflarvíkurflugvelli, ásamt því er hún í hlutastarfi hjá GS skóm. Sara elskar að ferðast og reynir að gera eins mikið af því og hún getur, hún stefnir einmitt á að fara í nám erlendis á næsta ári. 

22. nóvember 2017 : Instagram vikunnar: Ólafur Alexander

Húrra Reykjavík er eins og flestir vita með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu tísku. Ólafur Alexander er snillingurinn á bakvið samfélagsmiðla Húrra Reykjavík en þar starfar hann sem markaðs- og samfélagsmiðlastjóri. Ásamt því að sjá um eitt flottasta Instagram landsins er hann sjálfur virkur á sínu eigin grammi. Óli er 23 ára og auk þess að vera virkur á samfélagsmiðlum spilar hann á gítar í hljómsveitinni Vök. Það gefur því auga leið hver aðal áhugamál hans eru: tíska & tónlist. 

7. nóvember 2017 : Instagram vikunnar: Sædís Lea

Háskólaneminn Sædís Lea er 21 árs gömul Kópavogsmær. Hún leggur stund á viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur samhliða því í Bláa Lóninu. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, íþróttir og auðvitað að njóta með fjölskyldu og vinum. 

27. október 2017 : Instagram vikunnar: Hugrún Elvarsdóttir

Hugrún Elvarsdóttir er 23 ára stelpa úr Garðabænum sem hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Hún býr í Bandaríkjunum þar sem hún er í námi í stjórnmálafræði ásamt því að spila fótbolta. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, tónlist og njóta lífsins með sínum nánustu. 

12. október 2017 : Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Háskólaneminn Rakel Grímsdóttir er 25 ára stelpa frá Seltjarnarnesi. Hún leggur stund á lögfræði í Háskóla Íslands, ásamt því að vera í flugnámi og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er alger heimsborgari og hefur gaman af því að ferðast, en sjálf hefur hún búið bæði í Þýskalandi og Brasilíu. Rakel leggur uppúr því að njóta lífsins og hafa gaman af því sem hún er að gera. 

28. september 2017 : Instagram vikunnar: Katrín Steinunn

Heilsu skvísan Katrín Steinunn er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hún æfir spretthlaup hjá ÍR en hefur alla tíð verið mikið í íþróttum. Hennar helstu áhugamál eru íþróttir og aðrir heilsutengdir þættir eins og mataræði, æfingar, hugarþjálfun o. fl., ásamt því að vera með fjölskyldu, vinum og kanínunni sinni honum Pusa. Við fengum að spyrja Katrínu nokkurra spurninga og forvitnast um hennar heilsusamlega lífstíl. 

31. ágúst 2017 : Instagram vikunnar: Andrea Röfn

Heimshornaflakkarinn Andrea Röfn svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur á H Magasín en hún hefur lengi verið áberandi fyrir einstaklega flottan stíl á Instagram.

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér?

Ég er fyrirsæta hjá Eskimo, starfsmaður Húrra Reykjavík, bloggari á Trendnet og viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Hef mjög gaman af því að skoða heiminn, spila golf, renna mér á snjóbretti og almennt njóta lífsins með fólkinu mínu. Flutti nýlega til Aþenu ásamt Arnóri kærastanum mínum og er smátt og smátt að aðlagast hlýja loftslaginu og eldheitu Grikkjunum sem eru gjörólíkir Íslendingum.

17437732_182297228952762_3782876305188454400_n

27. júlí 2017 : Instagram vikunnar: Valdís Harpa Porča

H tísku skvísan Valdís Harpa býr í Reykjavík og verður 18 ára í október. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut við Verzlunarskóla Íslands og er að fara á þriðja og síðasta árið sitt. Valdís æfir fótbolta með Fram/Aftureldingu en æfði líka fimleika í Fjölni í meira en 10 ár. Valdís þurfti að hætta í fimleikunum þegar hún byrjaði í menntaskóla þar sem það var mikið að gera. Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga og deila myndum af Instagram prófílnum hennar.

Svanhildur H Magasín

19. júní 2017 : Instagram vikunnar: Svanhildur Gréta

Hún er 23 ára og kemur úr 105 Reykjavík. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir hefur áorkað miklu þrátt fyrir ungan aldur en hún stofnaði nýverið hönnunar- og hugmyndastúdíó með Júlíu Runólfsdóttur sem er grafískur hönnuður.

 „Við Júlía höfum unnið saman í allskyns spennandi verkefnum og ákváðum að slá til og stofna stofu. Ég hef unnið sem blaðamaður í nokkur ár og er í eðli mínu mjög forvitin, nýt þess að hlusta á sögur og miðla þeim áfram. Ég tek ljósmyndir mér til gamans, les tímarit og elska að panta dót af netinu.“

Síða 1 af 3