18. september 2017 : Inika Organic: Kynningarpartý

Hágæða snyrtivörumerkið Inika Organic er komið til landsins. Slagorð merkisins er: "Hrein bylting í fegurð" sem og þetta er. Merkið er upprunalega frá Ástralíu og eru vörur Inika allar hreinar, vegan, ekki prófaðar á dýrum og úr náttúrulegum efnum og olíum. Inika hélt kynningarpartý á dögunum og þar var verið að kynna merkið. Konur komu og sögðu frá sinni reynslu af merkinu og hafði það breytt ýmsu fyrir þær sem hafa verið að standa í húðvandamálum í gegnum tíðina. Hér fylgir smá myndaspyrpa og myndband frá þessum stórglæsilega viðburði.

29. maí 2017 : Snyrtibuddan: Elísabet Gunnars

H tískuskvísan Elísabet Gunnarsdóttir býr í Kristinstad í Svíþjóð með manninum sínum Gunnari. Elísabet er ein af eigendum Trendnet og er þar að blogga ásamt fríðu föruneyti. Við fengum að líta í snyrtibudduna hennar og er hún algjörlega less is more hjá skvísunni.

9. maí 2017 : Olíuhreinsun

Húðhreinsun er mikilvægasti hlutinn af kvöldrútínunni. Ef ég gleymi mér eða nenni ekki fæ ég sannarlega að finna fyrir því. Húðin á mér mótmælir og bendir mér á vanræksluna með ýmsum leiðum eins og þurrkublettum, bólum eða almennum leiðindum. Ég er búin að prófa allskonar hreinsunarformúlur, maska og krem en kemst alltaf að sömu niðurstöðu sem er sú að olíuhreinsun að kvöldi gerir gæfumuninn.

7. apríl 2017 : Snyrtibuddan: Hrefna Dan

Hrefna Dan er glæsileg 34 ára Skagamær en hún býr á Akranesi ásamt Páli manninum sínum og þremur dætrum. Hrefna er mikill fagurkeri og heldur úti tísku- og lífsstílsbloggi á Trendnet. Hún hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun, öllu sem viðkemur heimilum, tísku og ljósmyndun. Myndirnar hennar á blogginu eru mikið tengdar þessum áhugamálum. Við á H Magasín fengum að kíkja í snyrtibudduna hennar og spyrja hana út í hennar snyrti- og förðunarrútínu.

6. apríl 2017 : TARAMAR húðvörur: Lífvirkar, ferskar og afburðahreinar

Húðvörulína frá TARAMAR. TARAMAR tengir saman náttúru og vísindi í einstakri húðvörulínu sem endurvekur og bætir húðina. Lífvirku efnin í TARAMAR húðvörunum koma úr þörungum sem eru handtíndir á sérlega hreinum svæðum í Breiðafirði og lífrænt ræktuðum lækningajurtum. 

Birgitta Líf

27. mars 2017 : Snyrtibuddan: Birgitta Líf

Heilbrigður lífsstíll og gott jafnvægi. Birgitta Líf hefur verið áberandi undanfarið á samfélagsmiðlum og er ein af meðlimum RVKfit stelpnanna en á Snapchat leyfa þær fylgjendum sínum að fylgjast með sér í sínu daglega lífi. Þær deila hörkuæfingum, hollum og góðum uppskriftum og öðrum skemmtilegum fróðleik. Þetta snýst þó alltaf um jafnvægi og eru þær duglegar að minna á það að þær eru að þessu af því að þeim finnst þetta skemmtilegt og áhugavert. Birgitta Líf er með B.A. próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og nú stundar hún mastersnám í alþjóðaviðskiptum. Við á H Magasín fengum að kíkja í snyrtibudduna hennar og spyrja hana nokkurra spurninga.

Ferming

20. mars 2017 : Húðumhirða og förðun fyrir fermingu

Húðin og húðumhirða er ekki síður mikilvæg hjá ungum stelpum en þeim sem eldri eru. Nú þegar styttist í fermingar og fermingarundirbúningurinn er kominn á fullt er mikilvægt að hugsa vel um húðina og undirbúa hana fyrir stóra daginn. Við á H Magasín tókum saman smá punkta um húðumhirðu og snyrtivörur sem henta ungri húð og geta komið að góðum notum í undirbúningi fyrir fermingardaginn. 

Neostrata

21. febrúar 2017 : Neostrata: Spornar við ótímabærum merkjum öldrunar

Húðin er eitt stærsta líffæri líkamans og við þurfum að hugsa vel um hana. Neostrata Skin Active vörurnar vinna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar, þurrki og skemmdum í húð af völdum sólarljóss. Þær gefa húðinni jafnari lit og heilbrigt og frísklegt yfirbragð. Vörurnar eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum, eru ekki prófaðar á dýrum, innihalda hvorki ilmefni né lit og eru ofnæmisprófaðar.

6. febrúar 2017 : Þurrsjampó

H Magasín hefur tekið saman nokkra gagnlega og áhugaverða punkta um þurrsjampó og notkun þess. Þurrsjampó er löngu orðin ómissandi vara hvort sem er á heimilið, vinnustaðinn eða í veskið. En hvað veldur þessum vinsældum? Hvað er hægt að gera með vörunni og hvað skal forðast?

2. febrúar 2017 : Set það ekki á mig ef ég gæti ekki hugsað mér að borða það

Hvað er Burt's Bees? Ég kynntist Burt's Bees fyrst fyrir alvöru þegar ég átti heima í Bandaríkjunum. Bestu vinkonur mínar þar eru miklir snillingar og einbeita sér mikið að sjálfbærni og heilbrigðu líferni. Þær eru svona týpur sem búa mikið til sjálfar og hafa til dæmis dundað sér við að búa til sinn eigin svitalyktareyði og líkamskrem o.fl. Þannig pælingar hafa alltaf heillað mig mikið, að hafa hlutina eins náttúrulega og hægt er og geta búið hlutina til sjálf. Ég nota í raun ekki mikið af snyrtivörum og ég gleymi aldrei svipnum sem ég fékk frá starfsmanni snyrtideildar þegar ég var að forvitnast um hitt og þetta og viðurkenndi að ég notaði engan sérstakan andlitshreinsi í sturtu heldur bara venjulega sápu.

Síða 1 af 2